Myndasería frá lokadegi meistaramóts
Valur Jónatansson • 22. júlí 2024
Myndasería frá lokadegi og verðlaunaafhendingu

Það var mikil og góð stemmning á lokadegi Meistaramóts GKB. Keppendur voru ræstir út samtímis í rjómablíðu sem hélt sér allan tímann. Völlurinn var í sínu besta formi og gleðin skein úr hverju andliti.
Vel var mætt en um 100 manns gerðu sér leið á laugardagskvöldið, gæddu sér á dýrindis mat hjá Rakel í golfskálanum og áttu góða stund saman.
Að neðan má sjá myndir frá stórskemmtilegum lokadegi og lokahófi.