Þá er komið svo langt fram á vorið að við förum að halda fyrsta mót ársins. Því miður hefur uppsetningin tekið lengri tíma en við áttum von á og við biðjumst velvirðingar á því.
Þar sem það hafa verið keyrðar nokkrar prufur síðustu dagana hafa nokkrir náð að stinga sér inn og skrá sig - þið verðið því miður að skrá ykkur aftur!
Þar sem þetta er í fyrsta sinn sem við notum GolfBox fyrir skráningu í mót ýmislegt sem við verðum að kynna okkur til þess að allt gangi sem best. Ef svo það koma upp vandamál/spurningar þá sendið þið póst á gkb@gkb.is og við reynum að bæta úr þessu.
Hér á eftir verður farið í gegnum aðal skrefin í ferlinu.
Til vinstri í GolfBox er hægt að velja "Innanfélagsmót" og það sýnir lista yfir mót. Þar er nú "GKB Grand Open" og til að skrá sig í mótið þá smellið þið á "Skráning hér".
Það fyrsta sem á gera er að gefa liðinu nafn (e "TEAM NAME")
Svo þarf að bæta við liðsfélaga (e "ADD PLAYER")
Hér þarf að skrifa inn félagsnúmer leikmanns, munið að það er 57- fyrir framan númer há meðlimum GKB
Þegar þetta er búið þá ætti þetta að lýta svona út, og hnappurinn "Continu" verður grænn.
Nú er hægt að ganga frá nauðsynlegum upplýsingum. Til að byrja með er hægt að velja hvor það sé áhugi á að spila snemma eða seint (e "Start time request:") Því næst er hægt að velja golfbíl á leigu, og þar sem Rakel bíður uppá mat, þá þarf maður að upplýsa hvort maður kemur eða ekki.
Þetta er gert fyrir báða leikmenn.
NB - Ef ósk er um að spila með ákvðnu liði, eða á ákveðnum tíma þá þarf að skrá það í "Comment:"! Þegar allt er komið verður hnappurinn grænn og hægt er að halda áfram.
Nú er í raun skráningunni lokið, og ný sýnir kerfið yfirlit, með möguleikanum á að fara til baka (blár hnappur "BACK")
Á lokasíðunni þá kemur hugsanlega í framtíðinni möguleiki á að greiða með korti. Nú er gefinn möguleiki á að breyta (grænn hnappur "EDIT") eyða skráningunni (rauður hnappur "DELETE") eða ljúka skráningunni (blár hnappur "LOGOUT")