GOLFKLÚBBUR
KIÐJABERGS
Rástímar:
Hópar og tilboð :
Veitingasala :
Copyright © 2021
Meistaramót GKB 2023 hófst í brakandi ferskum vindi á Kiðjabergsvelli í dag. Rúmlega 40 keppendur eru skráðir til leiks í 3ja daga meistaramótinu, en rúmlega 50 keppendur bætast við á morgun, en þeir taka þátt í 2ja daga punktakeppni.
Eftir fyrsta keppnisdag í meistaraflokki karla eru þeir Arnar Snær Hákonarson og Ólafur Sigurjónsson efstir og jafnir, en þeir léku á 76 höggum eða 5 höggum yfir pari. Gunnar Þór Heimisson og Halldór Heiðar Halldórsson eru tveimur höggum á eftir. Alls verða leiknir þrír hringir í mestaraflokki.
Tveir ernir litu dagsins ljós á 6. holu vallarins í dag, en það voru þeir Ólafur Sigurjónsson og Halldór Heiðar sem fóru þessa par-4 holu á tveimur höggum.
María Ísey Jónasdóttir er efst í meistaraflokki kvenna eftir fyrsta dag, lék á 86 höggum. Elísabet Ólafsdóttir er í öðru sæti á 89 höggum og Regína Sveinsdóttir í þriðja á 90 höggum.
Hér má sjá stöðu efstu keppenda í hverjum flokki eftir fyrsta keppnisdag af þremur:
Meistaraflokkur karla:
1 Arnar Snær Hákonarson 76
2 Ólafur Sigurjónsson 76
3 Gunnar Þór Heimisson 78
4 Halldór Heiðar Halldórsson 78
5 Árni Gestsson 79
Meistaraflokkur kvenna:.
1 María Ísey Jónasdóttir 86
2 Elísabet Ólafsdóttir 89
3 Regína Sveinsdóttir 90
1. flokkur karla:
Magnús Rósinkrans Magnússon 84
2 Ólafur Arinbjörn Sigurðsson 86
3 Arnar Heimir Gestsson 89
2. flokkur karla:
1 Þröstur Már Sigurðsson 90
2 Karl Þráinsson 92
3 Rafn Benediktsson 110
3. flokkur karla:
1 Árni Sveinbjörnsson 30 punktar
2 Þórólfur Jónsson 24
3 Björgvin Magnússon 24
1. flokkur kvenna:
1 Kristjana Kristjánsdóttir 40 punktar
2 Guðlaug Elísabet Finnsdóttir 31
3 Unnur Jónsdóttir 29
Heildarúrslit má sjá HÉR
Veitingasala:
rakelmatt@gkb.is