GOLFKLÚBBUR
KIÐJABERGS
Rástímar:
Hópar og tilboð :
Veitingasala :
Copyright © 2021
Glæsileg Hjóna- og parakeppni Golfsögu/Verdi Travel fór fram á Kiðjabergsvelli í fínasta veðri um helgina. Uppselt var í mótið, sem spilað var föstudag og laugardag, og komust færri að en vildu.
Á laugardagskvöldið var haldið glæsilegt lokahóf í golfskálanum þar sem dýrindis matur hjá Rakel var á boðstólnum, verðlaunaafhending og svo dans og djamm undir handleiðslu plötusnúðsins Hlyns Diskó.
Þátttakendur voru á einu máli að mótið hefði tekist með eindæmum vel og fóru allir sáttir frá borði enda lék veðrið við keppendur.
Á föstudeginum var leikinn fjórleikur (Betri bolti) og á laugardeginum 2ja manna Texas Scramble. Leikfyrirkomulag var punktakeppni með forgjöf. Hámarksforgjöf var 24 hjá körlum og 28 hjá konum.
Helstu úrslit voru eftirfarandi:
Nándarverðlaun
Dagur 1 – Kassi af Egils Gull og kylfumæling hjá Golfskálanum
3. hola – Stella Hafsteins – 3,64m
7. hola - Jói Spói Barkarson – 2,87m
12. Hola – Doddi – 7,00m
16. Hola – Ingveldur Björk - 3,93m
Dagur 2 - 20 þúsund króna gjafabréf hjá Golfsögu/Verdi Travel
3. hola - Jón Valgeir - 88cm
7. hola - Lárus Petersen - 1,99m
12. Hola – Victor Viktorsson - 28cm
16. Hola - Magnús Haraldsson – 1,86m
Lengsta teighögg kvenna – Margrét Guðrún Andrésdóttir
Lengsta teighögg karla – Magnús Haraldsson
Hjóna- og parakeppni :
2x 85 þúsund króna gjafabréf hjá Golfsaga/Verdi Travel
2x 60 þúsund króna gjafabréf hjá Golfsaga/Verdi Travel
2. sæti: Prýðisfólk - 91 punktur
2x 50 þúsund króna gjafabréf hjá Golfsaga/Verdi Travel
3. sæti: Deila með sér 3. sæti - Guðný og Þórhalli/Eagle Creek – 89 punktar - Betri á seinni 18 heldur en lið Ingólfs og Helenu.
Að auki voru úrdráttarverðlaun en öll lið fengu teiggjöf. Aðal úrdráttarverðlaun var 4ja nátta gisting og þrjár nætur á La Gomera á Tenerife og voru það Magnús Arnarsson og Hjördís Þórhallsdóttir sem duttu í lukkupottinn.
Við þökkum þátttakendum og styrktaraðilum mótsins - Golfsögu/Verdi Travel fyrir komuna og hlökkum til að sjá alla á næsta ári.
Að neðan má sjá myndir frá verðlaunaafhendingunni í lokahófinu og eins nokkrar myndir frá keppni laugardagsins.
Nánari úrslit mótsins má finna með því að smella HÉR.
Veitingasala:
rakelmatt@gkb.is