Eftir gott golfsumar á Kiðjabergi lokum við dagskránni þann 12. september með Bændaglímu.
Spilað verður Texas-Holukeppni, þar sem Steinn og Birkir fá að skemmta sér við að setja upp nokkrar hindranir á vellinum. Bændur verða okkar bestu menn, Gústi Friðgeirs og Árni Jó, þar sem.lína fyrir harða og mögulega líka á köflum, drengilega keppni er lögð.
Það er búið að opna fyrir skráningu á GolfBox. Hægt er að skrá lið, en að sjálfsögðu er hægt að skrá sig sem einstakling og svo verða lið sett. Bændur skipta með sér liðum og svo verður ræst út á öllum teigum kl. 11:00
Spilað verður Texas Scramble holukeppni þar sem lið hvors Bónda eigast við í hverju holli, hver unnin hola telur fyrir Bóndann.
Forgjöf hvers liðs er reiknað sem samanlögð vallarforgjöf deilt með 2.5, þó ekki hærra en vallarforgjöf lægsta leikmanns.
Mótsgjald kr 3.000 á mann.
Verðlaunaafhending fer fram um kvöldið á veglegri lokahátíð sem hefst kl 19:00.
Nándarverðlaun á öllum par 3 holum.
Lokahátíð
Um kvöldið bíður Rakel uppá stórfenglega veislu að vanda. Býður upp á veglegt veislu Lambalæri að hætti bóndans með nýuppteknu grænmeti og smælki, og svo Rabbarbara eftirréttur - 5.000 krónur á mann.
Vinsamlegast pantið mat í seinasta lagi miðvikudaginn 9. september hjá rakelmatt@gkb.is
eða í síma 6994969