Í síðustu viku stóð Golfklúbbur Kiðjabergs fyrir skemmtilegu golfmóti fyrir karlmenn í Ljósinu. Alls tóku 14 þátt og var stemmningin góð og allir skemmtu sér vel. Klúbburinn bauð öllum í golf ásamt því að bjóða upp á heita súpu og brauð áður en haldið var út á völlinn í golfbílum.
Veitt voru verðlaun fyrir fyrsta sæti og nándarverðlaun á fjórum brautum, en að auki fengu allir sem tóku þátt smá vinning. Við þökkum frábærum samstarfsaðilum fyrir vinningana á mótinu: Askja, Brim, Ölgerðin, Heilsa, Takk hreinlæti, Altis, Von mathús, Hreyfing, Omnom og Ison.
"Okkar allra bestu þakkir til Birkis Más Birgissonar framkvæmdastjóra og Golfkúbbs Kiðjabergs fyrir frábært framtak og gestrisni" segir í frétt á heimasíðu Ljóssins. "Við erum strax farnir að hlakka til næsta móts að ári."