Golfmót Ljóssins

Gkb gkb • 9. september 2020

Létu "ljós" sitt skína á Kiðjabergi

Í síðustu viku stóð Golfklúbbur Kiðjabergs fyrir skemmtilegu golfmóti fyrir karlmenn í Ljósinu. Alls tóku 14 þátt og var stemmningin góð og allir skemmtu sér vel. Klúbburinn bauð öllum í golf ásamt því að bjóða upp á heita súpu og brauð áður en haldið var út á völlinn í golfbílum.

Veitt voru verðlaun fyrir fyrsta sæti og nándarverðlaun á fjórum brautum, en að auki fengu allir sem tóku þátt smá vinning. Við þökkum frábærum samstarfsaðilum fyrir vinningana á mótinu: Askja, Brim, Ölgerðin, Heilsa, Takk hreinlæti, Altis, Von mathús, Hreyfing, Omnom og Ison.

"Okkar allra bestu þakkir til Birkis Más Birgissonar framkvæmdastjóra og Golfkúbbs Kiðjabergs fyrir frábært framtak og gestrisni" segir í frétt á heimasíðu Ljóssins. "Við erum strax farnir að hlakka til næsta móts að ári."

Sjá fleiri myndir HÉR.
Eftir Valur Jónatansson 19. apríl 2025
Dakic er nýr liðsmaður í okkar golfvallarteymi
Eftir Valur Jónatansson 7. apríl 2025
Mikael Moisio vallarstjóri GKB 2025
Eftir Valur Jónatansson 4. apríl 2025
Fyrsta mót ársins verður 24. maí
Eftir Valur Jónatansson 4. apríl 2025
Grænt gras farið að sjást víða um völlinn!
Eftir Valur Jónatansson 31. mars 2025
GKB meðlimir fá frábær kjör á fatnaði frá 66* Norður
Eftir Valur Jónatansson 16. febrúar 2025
Framkvæmdir við stækkun eldhúss og starfsmannaaðstöðu í fullum gangi 
16. febrúar 2025
66°Norður einn af stærstu bakhjörlum GKB
Eftir Valur Jónatansson 23. janúar 2025
Haustferð til Novo Sancti Petri!
6. janúar 2025
Hermamót GKB 1. FEBRÚAR 2025
Eftir Valur Jónatansson 27. desember 2024
Gleðileg jól og farsælt komandi golfár!
Fleiri færslur