Við viljum vekja athygli þeirra sem ætla að heimsækja Kiðjabergsvöll í dag að vegurinn um Biskuptungnabraut (35) milli gatnamóta við Hringveg (1) og Þingvallavegi (36) er lokaður vegna malbikunarframkvæmda. Þessi lokun er frá kl. 04 miðvikud 26.08 til kl. 01 fimmtud 27.08. Hjáleið er um veg 31 og 30. Einnig er bent á hjáleið um Þingvelli (36).
Þeir kylfingar sem eru að koma frá Reykjavík ættu að fara um Mosfellsheiði og í gegnum Þingvelli, að Laugarvatni og þaðan inn á Kiðjaberg.