30 ára afmælismót 17. júní

Valur Jónatansson • 9. júní 2023

GKB fagnar 30 ára afmæli í ár og í tilefni þess verður haldið afmælisgolfmót 17. júní.

Golfklúbbur Kiðjabergs fagnar 30 ára afmæli sínu í ár og í tilefni þess verður haldið afmælisgolfmót á þjóðhátíðardaginn,  17. júní næstkomandi. Mótið er innanfélagsmót og leikið verður punktakeppni með forgjöf. Ræst verður út samtímis af öllum teigum kl. 9.00.

ATH. Ef skráning fer fram yfir 88 manns verður mögulega gerð tvöföld ræsing þ.e. fyrra shotgun fært til 8.30 og seinna shotgun kl. 14. Ef slíkt kemur upp óskum við eftir því að þeir sem geta spilað öðrum hvorum megin við hádegið komi því áleiðis í beiðnum við skráningu.

Mótinu er skipt í fjóra flokka:
Karlar 0 til 20
Karlar 20.1 til 28
Konur 0 til 24
Konur 24.1 til 36
Hæsta forgjöf karla er 28 og kvenna 36.


Veitt verða verðlaun fyrir efstu þrjú sætin og eru nándarverðlaun á öllum par 3 holum. Einungis er hægt að taka þátt í einum flokki.

Ef áhugi er að leigja golfbíl sendið póst á 
gkb@gkb.is

Mótsgjald gildir sem aðgangseyrir í afmælisveislu GKB um kvöldið. Húsið opnar kl. 19 og verða veitingar, glens og gaman í boði.

Gert ráð fyrir að verðlaunaafhending sé í kringum 20.30.

Þeir sem geta ekki tekið þátt í golfmótinu geta komið í veisluna. Aðgangseyrir er 5.500kr og greiðist í prósjoppunni í golfskálanum.

Eftir Valur Jónatansson 16. febrúar 2025
Framkvæmdir við stækkun eldhúss og starfsmannaaðstöðu í fullum gangi 
16. febrúar 2025
66°Norður einn af stærstu bakhjörlum GKB
Eftir Valur Jónatansson 23. janúar 2025
Haustferð til Novo Sancti Petri!
6. janúar 2025
Hermamót GKB 1. FEBRÚAR 2025
Eftir Valur Jónatansson 27. desember 2024
Gleðileg jól og farsælt komandi golfár!
Eftir Valur Jónatansson 12. desember 2024
Guðmundur endurkjörinn formaður og hagnaður af rekstri klúbbsins
6. desember 2024
Aðalfundur GKB 2024 haldinn á morgun, 7. desember, í klúbbhús GKB í Kiðjabergi
28. nóvember 2024
Aðalfundur GKB 2024 haldinn þann 7. desember næstkomandi
Eftir Valur Jónatansson 24. nóvember 2024
Gjafabréf á Kiðjabergsvöll er frábær gjöf fyrir alla kylfinga!
Eftir Valur Jónatansson 24. nóvember 2024
"Þetta er gríðarleg hvatning fyrir klúbbinn okkar"
Fleiri færslur
Share by: