130 keppendur í Stóra Texas mótinu

Valur Jónatansson • 5. júní 2023

 Lið Los Latinos sigraði í Stóra Texas mótinu. 65 lið mættu til leiks.

Lið Los Latinos, sem var skipað Margréti Örnu Hlöðversdóttur og Jóni Garðari

Guðmundssyni úr Nesklúbbnum, sigraði í Stóra Texas Scramble mótinu, sem fram fór á Kiðjabergsvelli laugardaginn 3. júní. Þau léku á 58 höggum nettó, eða 13 höggum undir pari vallar. 65 lið mættu til leiks og var spilað tveggja manna texas.


Spennandi keppni var um næstu sæti því sex lið léku á 60 höggum,  eða 11 höggum undir pari.  Í öðru sæti var liðið Tveir Yfir, sem var skipað þeim Hjálmari Rúnari Hafsteinssyni úr GÖ og Róberti Sævari Magnússyni úr GK. Feðgarnir Guðjón Berg Jónsson og Jón Þórir Jónsson úr GKG höfnuðu í þriðja sæti á 60 höggum eins og Tveir Yfir, en lakara skori á seinni níu holunum.


Næstir holu:

3. hola: Árni Rúnarsson 2,44m

7. hola: Ingvar Árnason 2,10m

12. hola: Böðvar Þórisson 2,50m

16. hola: Ólafur Sigurðsson 1,55m


HÉR má sjá heildarúrslitin í mótinu.


Leikfyrirkomulag var Texas Scramble og hámarks leikforgjöf karla 24 og kvenna 28.

Forgjöf liða reiknaðist sem samanlögð vallarforgjöf liðs, deilt með 2,5  en þó ekki hærri en forgjöf þess liðsmanns sem hefur lægsta vallarforgjöf.


Verðlaun voru fyrir þrjú efstu sætin og nándarverðlaun frá Ölgerðinni á öllum par 3 holum. Vinningshafar geta vitjað um vinninga sína í Golfskálanum Kiðjabergi.



Eftir Valur Jónatansson 16. febrúar 2025
Framkvæmdir við stækkun eldhúss og starfsmannaaðstöðu í fullum gangi 
16. febrúar 2025
66°Norður einn af stærstu bakhjörlum GKB
Eftir Valur Jónatansson 23. janúar 2025
Haustferð til Novo Sancti Petri!
6. janúar 2025
Hermamót GKB 1. FEBRÚAR 2025
Eftir Valur Jónatansson 27. desember 2024
Gleðileg jól og farsælt komandi golfár!
Eftir Valur Jónatansson 12. desember 2024
Guðmundur endurkjörinn formaður og hagnaður af rekstri klúbbsins
6. desember 2024
Aðalfundur GKB 2024 haldinn á morgun, 7. desember, í klúbbhús GKB í Kiðjabergi
28. nóvember 2024
Aðalfundur GKB 2024 haldinn þann 7. desember næstkomandi
Eftir Valur Jónatansson 24. nóvember 2024
Gjafabréf á Kiðjabergsvöll er frábær gjöf fyrir alla kylfinga!
Eftir Valur Jónatansson 24. nóvember 2024
"Þetta er gríðarleg hvatning fyrir klúbbinn okkar"
Fleiri færslur
Share by: