Frá og með 27. október verður fyrri níu holunum á Kiðjabergsvelli lokað. Seinni níu verða opnar inn á sumarflatir eitthvað áfram. Félagar eru beðnir um að takmarka notkun golfbíla eins og kostur er.
Þá er verið að útbúa vetrarflatir á seinni níu og verða þær opnar eins og veður leyfir í vetur. Þá verður notkun golfbíla á vellinum bönnuð.