Góða veðrið undanfarna daga hefur verið vel nýtt á Kiðjabergsvelli til framkvæmda. Í síðustu viku var m.a. steypt plan fyrir framan golfskálann. Fimm steypubílar mættu á svæðið á sama tíma og var gengið í verkið af myndarskap og það klárað. Þá var steypt plan á æfingasvæðinu þar sem gervigrasmottur koma ofan á.
Auk þess hefur verið unnið mikið úti á velli í gerð göngustíga og uppsetningu á tveimur klósettum.
Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir frá framkvæmdunum.