Skráning í meistaramót GKB
12. júlí 2021
Skráning í meistaramót GKB
Meistaramót GKB hefst fimmtudasginn 15. júlí og verður þetta þriggja daga mót að þessu sinni í stað fjögurra. Eins veður boðið upp á tveggja daga mót og er þar spiluð punktakeppni. Félgar er hvattir til að skrá sig, en skráningu líkur kl. 18:00 þriðjudaginn 13. júlí og niðurröðun fyrir fyrstu umferð verður sett á netið fjlótlega eftir það.
Keppt er í 4 hópum karla og 2 hópum kvenna (þrír hringir):
Meistaraflokkur karla (forg. + til 7,5) Höggleikur án forgjafar (hvítir teigar)
1. Flokkur karla (forg. 7,6 til 14,4) Höggleikur án forgjafar
2. Flokkur karla (forg. 14,5 til 18,1) Höggleikur án forgjafar
3. Flokkur karla (forg. 18,2 til 36) Höggleikur án forgjafar
Meistaraflokkur kvenna (forg. + til 20,4) Höggleikur án forgjafar
1. Flokkur kvenna (forg. 20,5 til 36) Höggleikur án forgjafar
Varðandi keppnisskilmálá sjá á heimasíðu GKB https://www.gkb.is/keppnisskilmalarmeistaramot
Niðurröðun í fyrstu umferð verður að mestu eftir flokkum (athugið að tímar eru áætlaðir):
10:00 Konur, 1. og 2. flokkur
10:30 Karlar, 3. flokkur
11:00 Karlar, 2. flokkur
11:30 Karlar, 1. flokkur
12:00 Karlar, Meistaraflokkur
Meistaramót - Opinn flokkur, spilað föstudasg og laugardag
Keppt er í opnum flokki karla og kvenna, öldungaflokki og flokki Drengja og Stúlkna, 14 ára og yngri.
Leikin er punktakeppni í öllum flokkum.
Mótsstjórn mun raða niður á fimmtudag eftir að skráningu líkur, rástímar verða birtir á GolfBox
Skráningagjald er 6.000,- fyrir fullorðna og 3.000,- fyrir yngri flokkana.
Veitt verða verðlaun í öllum flokkum fyrir 3 efstu sætin. Sameiginleg nándarverðlaun fyrir Meistamótið eru á öllum par-3 holum á laugardaginn fyrir alla flokka.
Veglegt lokahóf verður síðan í golfskálanum hjá Rakel á laugardagskvöldinu. Muna að skrá sig í lokahófið hjá Rakel á: rakelmatt@gkb.is