Í dag tók Golfklúbbur Kiðjabergs á móti 10 nýjum golfbílum og koma þeir frá brautir.is. Bílarnir eru allir vistvænir, enda rafmagnsdrifnir. Það verða því framvegis 22 bílar til leigu fyrir gesti vallarins, sem ætti að mestum hluta að anna eftirspurninni.