Hið árlega Jónsmessumót verður haldið á Kiðjabergsvelli föstudaginn 25. júní og hefst kl. 21:00. spilað verður 9 holur 4-manna Texas Scramble og svo 9 holu púttkeppni. Forgjöf er samanlögð leikforgjöf deilt með 5, þó ekki yfir lægstu leikforgjöf í hópnum.
Hægt er að skrá 1 til 4 leikmenn í hóp, en ef færri en 4 eru skráðir verður raðað í ráshópa.
Mæting er í golfskála kl. 20 og ræst út af öllum teigum kl 21:00.