Nokkur orð frá framkvæmdastjóra GKB

Valur Jónatansson • 22. ágúst 2024

Höldum golfbílum að minnsta kosti í 30 metra fjarlægð frá flötum

Kæru félagsmenn!
Það er farið að kólna í veðri og lækkandi sól þýðir að það styttist í annan enda tímabilsins. Það eru því nokkur atriði svo að Kiðjabergsvöllur haldist í eins góðu ástandi og hann hefur verið í sumar.

Golfbílaumferð og umferðamerkingar
Ef mögulegt, reynum að keyra eins mikið á stígum og kostur er. Einnig hefur borið á því að golfbílum sé ekið of nálægt flötum þrátt fyrir skýrar umferðarmerkingar t.d. á 8. og 17. flöt. Höldum bílum að minnsta kosti 30 metra fjarlægð frá flötum og berum virðingu fyrir þeim merkingum sem eru á golfvellinum.

Kylfuför
Það er góð regla að setja alltaf torfusnepla eftir kylfuför aftur á sinn stað hvort sem það er á braut eða í karga. Ef kylfufar er lagað tekur ca. 2-3 daga fyrir það að hverfa. Ef ekkert er gert tekur það 2-3 vikur og enn síður ef kalt er í veðri.
Á teigum endilega nýta sandinn sem er í kössunum á ýmsum stöðum og dreifa yfir torfuför. Einnig setja í önnur för en þín eigin. Tekur örskotsstund og hjálpar mikið til.

Tí og tíbrot í bakka við teigmerki
Mikið um tí og tíbrot hafa ekki skilað sér í bakkana sem eru staddir við teigana. Reynum að halda teigunum snyrtilegum, tökum upp tíin/tíbrot og setjum í bakkana.

Boltaför
Verum dugleg að laga boltaför á flötum. Ef bolti lendir á flöt úr ca. 30-40 metra fjarlægð er líklegt að boltafar hafi myndast. Ef ekkert er viðhafst mun það taka mun lengri tíma fyrir förin að gróa og sá hluti mun ekki vera jafn góður og áður. Sem betur fer hefur ekki verið mikið um ólöguð boltaför en góð regla er að laga 2-3 boltaför á hverri flöt og þá er vandamálið úr sögunni.

Umgengni á leigu golfbílum og hleðsla
Það hefur verið ábótavant hjá mörgum að taka til í leigu golfbílum eftir notkun. Tómar/fullar dósir, sígarettur, munntuggur (níkótínpúðar) og fleira misskemmtilegt má finna í golfbílunum eftir daginn. Við hvetjum þá sem taka golfbíla á leigu að taka til eftir sig og setja í ruslafötur sem má finna víðsvegar á golfvellinum og fyrir framan golfbílastæðið. Hvetjum einnig okkar meðlimi sem spila með gestum sem eru á leigugolfbíl að minna viðkomandi á að taka til eftir sig. Einnig er mikilvægt að setja golfbílana í hleðslu eftir notkun og gera það rétt þ.e. á að heyrast í golfbílunum þegar hleðsla er komin og sést á skjám golfbílanna að bíllinn er í hleðslu.

Leit að golfkúlum og höggröð kylfinga
Við viljum minna kylfinga á að einungis eru leyfðar þrjár mínútur við leit. Að þremur mínútum liðnum skal hætta leit og slá varabolta. Ef það er minnsti grunur að kúla gæti verið týnd hvetjum við kylfinga að slá varabolta til að spara tíma. Einnig er mikilvægt að kylfingar taki tillit til hollana á eftir að halda sér innan leitartímans.


Til að flýta leik enn frekar endilega notast við "Ready Golf." Ef einhver er tilbúin/n að slá óháð hver er fjærst/ur þá leyfa viðkomandi að slá. Einnig er gott að þeir kylfingar sem slá styttra og hafa tækifæri til að slá á undan að vera fyrst að slá og því spara talsverðan tíma. Einnig er mikill tímasparnaður vera tilbúin/n við sinn teig eða kúla í stað þess að bíða eftir að hinir slái og ganga svo að sínum teig/kúlu að svo gefnu að viðkomandi setji sig ekki í hættu.

Golfkveðja,
Þórður Rafn Gissurarson
Framkvæmdastjóri Golfklúbbs Kiðjabergs

Eftir Valur Jónatansson 16. febrúar 2025
Framkvæmdir við stækkun eldhúss og starfsmannaaðstöðu í fullum gangi 
16. febrúar 2025
66°Norður einn af stærstu bakhjörlum GKB
Eftir Valur Jónatansson 23. janúar 2025
Haustferð til Novo Sancti Petri!
6. janúar 2025
Hermamót GKB 1. FEBRÚAR 2025
Eftir Valur Jónatansson 27. desember 2024
Gleðileg jól og farsælt komandi golfár!
Eftir Valur Jónatansson 12. desember 2024
Guðmundur endurkjörinn formaður og hagnaður af rekstri klúbbsins
6. desember 2024
Aðalfundur GKB 2024 haldinn á morgun, 7. desember, í klúbbhús GKB í Kiðjabergi
28. nóvember 2024
Aðalfundur GKB 2024 haldinn þann 7. desember næstkomandi
Eftir Valur Jónatansson 24. nóvember 2024
Gjafabréf á Kiðjabergsvöll er frábær gjöf fyrir alla kylfinga!
Eftir Valur Jónatansson 24. nóvember 2024
"Þetta er gríðarleg hvatning fyrir klúbbinn okkar"
Fleiri færslur
Share by: