Annar keppnisdagur meistaramóts GKB fór fram í ágætu veðri á Kiðjabergsvelli í dag. Brynhildur Sigursteinsdóttir er með örugga forystu í kvennaflokki og Arnar Snær Hákonarson er með 4 högga forystu í karlaflokki fyrir lokahringinn, sem verður spilaður á morgun.