Verslunin Golfskálinn hefur nú til sölu fatnað sem sérstaklega er ætlaður félagsmönnum GKB. Þessi fatnaður, sem er frá Glenmuir og Alberto, var frumsýndur á aðalfundinum 6. febrúar s.l.
Félagar eru hvattir til að mæta í verslunina sem fyrst því það verður að vera búið að ganga frá pöntun fyrir 15. mars.
Verslunin Golfskálinn mun alfarið sjá um allt sem viðkemur fatnaðinum, mátun, merkingu og sölu. Það eina sem klúbbmeðlimir þurfum að gera er að mæta í verslununina og máta og panta það sem þeir ætla að kaupa.