Flatir gataðar!
Létt götun eða "Hollow Tine" á flötum á Kiðjabergsvelli

Nú fer að hausta og í næstu viku, 16. - 20. september, fer fram létt götun eða "Hollow Tine" á flötum á Kiðjabergsvelli.
Götunin er mikilvæg, en hún verður til þess að auðvelda vatni og næringarefnum að komast í jarðveginn og leyfa grasinu að "anda". Grasræturnar taka betur við raka og súrefni sem mun "létta" jarðveginn. Ennfremur munu flatirnar vera fljótari að koma til og komnar í sitt besta ástand auk þess að gæði flatanna aukast.
Í framhaldi af því verða flatirnar sandaðar og vökvaðar. Ef veðuraðstæður og aðrir áhrifavaldar eru hliðholl lokast götin hratt upp og ekki sjáanlegt að götun hafi átt sér stað nokkrum dögum / viku áður.
Götunin er mikilvægur liður í undirbúningi fyrir næsta ár.