Flatir gataðar!

Valur Jónatansson • 13. september 2024

Létt götun eða "Hollow Tine" á flötum á Kiðjabergsvelli

Nú fer að hausta og í næstu viku, 16. - 20. september, fer fram létt götun eða "Hollow Tine" á flötum á Kiðjabergsvelli.


Götunin er mikilvæg, en hún verður til þess að auðvelda vatni og næringarefnum að komast í jarðveginn og leyfa grasinu að "anda". Grasræturnar taka betur við raka og súrefni sem mun "létta" jarðveginn. Ennfremur munu flatirnar vera fljótari að koma til og komnar í sitt besta ástand auk þess að gæði flatanna aukast.


Í framhaldi af því verða flatirnar sandaðar og vökvaðar. Ef veðuraðstæður og aðrir áhrifavaldar eru hliðholl lokast götin hratt upp og ekki sjáanlegt að götun hafi átt sér stað nokkrum dögum / viku áður.


Götunin er mikilvægur liður í undirbúningi fyrir næsta ár.

Eftir Valur Jónatansson 19. apríl 2025
Dakic er nýr liðsmaður í okkar golfvallarteymi
Eftir Valur Jónatansson 7. apríl 2025
Mikael Moisio vallarstjóri GKB 2025
Eftir Valur Jónatansson 4. apríl 2025
Fyrsta mót ársins verður 24. maí
Eftir Valur Jónatansson 4. apríl 2025
Grænt gras farið að sjást víða um völlinn!
Eftir Valur Jónatansson 31. mars 2025
GKB meðlimir fá frábær kjör á fatnaði frá 66* Norður
Eftir Valur Jónatansson 16. febrúar 2025
Framkvæmdir við stækkun eldhúss og starfsmannaaðstöðu í fullum gangi 
16. febrúar 2025
66°Norður einn af stærstu bakhjörlum GKB
Eftir Valur Jónatansson 23. janúar 2025
Haustferð til Novo Sancti Petri!
6. janúar 2025
Hermamót GKB 1. FEBRÚAR 2025
Eftir Valur Jónatansson 27. desember 2024
Gleðileg jól og farsælt komandi golfár!
Fleiri færslur