Tvær fóru holu í höggi sama daginn

27. ágúst 2021

Nágrannar fóru holu í höggi sama daginn

Það er ekki á hverjum degi sem nágrannar fara holu í höggi á Kiðjabergsvelli sama daginn, en það gerðist laugardaginn 21. ágúst. Herdís Dröfn Fjeldsted fór holu í höggi á 16. holu þennan dag, en áður höfum við sagt frá því að Ingibjörg Sólrún Magnúsdóttir hafi farið holu í höggi á 3. holu vallarins.

Þær Ingibjörg og Herdís eru nágrannar þar sem þær eiga báðar sumarbústað í Hestlandinu við Kiðjabergsvöll. Ekki nóg með það, þá eru þær með nánast sömu forgjöf, Herdís með 36,8 og Ingibjörg með 36,7. 
Herdís Dröfn notaði 5 tré við höggið fullkomna. Hún tíaði Callaway boltann með bleiku plast-tíi, sem hún fékk lánað hjá einni annarri í hollinu.
 
Hún er bæði meðlimur í golfklúbbnum Oddi og Kiðjabergi og er með bústað í Hestlandinu ásamt manni sínum Sævari Péturssyni.

Eftir Valur Jónatansson 16. febrúar 2025
Framkvæmdir við stækkun eldhúss og starfsmannaaðstöðu í fullum gangi 
16. febrúar 2025
66°Norður einn af stærstu bakhjörlum GKB
Eftir Valur Jónatansson 23. janúar 2025
Haustferð til Novo Sancti Petri!
6. janúar 2025
Hermamót GKB 1. FEBRÚAR 2025
Eftir Valur Jónatansson 27. desember 2024
Gleðileg jól og farsælt komandi golfár!
Eftir Valur Jónatansson 12. desember 2024
Guðmundur endurkjörinn formaður og hagnaður af rekstri klúbbsins
6. desember 2024
Aðalfundur GKB 2024 haldinn á morgun, 7. desember, í klúbbhús GKB í Kiðjabergi
28. nóvember 2024
Aðalfundur GKB 2024 haldinn þann 7. desember næstkomandi
Eftir Valur Jónatansson 24. nóvember 2024
Gjafabréf á Kiðjabergsvöll er frábær gjöf fyrir alla kylfinga!
Eftir Valur Jónatansson 24. nóvember 2024
"Þetta er gríðarleg hvatning fyrir klúbbinn okkar"
Fleiri færslur
Share by: