Nýr formaður GKB

14. desember 2021

Guðmundur er nýr formaður GKB

Guðmundur Ásgeirsson var kjörinn nýr formaður Golfklúbbs Kiðjabergs, á aðalfundi klúbbsins um liðna helgi. Fráfarandi formaður, Börkur Arnviðarson, gaf ekki kost á sér til endurkjörs. Hagnaður klúbbsins á nýliðnu starfsári nam tæpum 4 milljónum króna.  Fjárhagsleg afkoma klúbbsins var viðunandi, enda mikil framkvæmdargleði á árinu. Tekjur voru um 64 milljónir, en útgjöld 60 milljónir.

Samkvæmt efnahagsreikningi nema eignir klúbbsins nú 71 milljón króna. Stjórn GKB skipa nú Guðmundur Ásgeirsson, sem er formaður, Gunnar Þorláksson, Brynhildur Sigursteinsdóttir, Magnús Haraldsson og Jónas Kristinsson. Varamenn í stjórn eru þeir Jens Magnús Magnússon og Þórhalli Einarsson, sem kemur nýr inn fyrir Ágúst Friðgeirsson.

Félagsgjöld munu hækka um 4.9% og verður almennt félagsgjald því 86.500 krónur.

Framkvæmdargleði
Birkir Birgisson, framkvæmdastjóri GKB, segir að mikil framkvæmdagleði hafi einkennt starf klúbbsins á árinu. Keyptir voru 10 rafmagns golfbílar, grafa,vinnubíl af flottustu gerð, traktor, ný boltavél með posa fyrir æfingasvæðið og 12 gervigrasmottur og bakki undir æfingaboltana.

„Sett var hljóðeinangrandi loft í golfskálann ásamt því að leggja í hann heitt vatn og þá var skipt um ofna og lagnir. Golfskálinn var málaður að utan. Tvö klósett tekin í notkun úti á velli. Bílastæði undirgolfbílana og rafmagn tengt í það og á enda bílaplans er þvotttastöð meðháþrýstidælu til að halda bílunum hreinum og fínum. Keyptum nú í haust ný ruslatunnuskýli sem taka meira, eru snyrtilegri sem og auðvelda okkur að flokka ruslið. Þetta þýðir að næsta vor verður ekkert á stéttinni fyrir framanskálann, nema boltavélin fyrir æfingasvæðið. Áætlað er að kaupa bekki og hugsanlega borð til að hafa fyrir framan skálann“ sagði Birkir.


Settur var upp 6 holu fótboltagolfvöllur, sem naut mikilla vinsælda. Áætlað er að breyta honum aðeins fyrir næsta vor þar sem brautir voru frekar einsleitar og má stytta nokkrar holur aðeins fyrir yngstu kynslóðina. Einnig verða fleiri boltar í boði vegna mikilla vinsælda vallarins. Eins er áætlað leiksvæði fyrir yngstu kynslóðina og þarf að búa til örlítið pláss fyrir það og verður það unnið í samvinnu viðlóðafélagið.


Birkir segir að keyrt hafi verið í lagaðir flestir stígar vallarins, sem hann fullyrðir að hafi tekist mjög vel. Í þessa framkvæmd fóru yfir 1000 rúmmetrar af efni, ásamt því að tyrfa rúmlega 1500 fermetra meðfram stígunum.


„Plan fyrir framan golfskálann var lagað og stækkað. Glompa minnkuð. Mun meira pláss er núna til að leggja golfbílum klúbbmeðlima. Aðal bílaplanið var mulið, heflað og slétt. Steinar til að afmarka planið voru málaðir hvítir og settur í þá nýr kaðall. Eins voru steyptir blómapottar sem við áttum og notaðir á bílaplanið til að brjóta þetta aðeins upp. Bílaplanið er orðið miklu snyrtilegra og fallegra en það var áður,“ segir framkvæmdastjórinn. 


„Í ár vorum við með starfsmenn lengur í vinnu en oft áður og notuðum við tímann vel í haust og tókum til í Vélaskemmunni og snyrtum vel í kringum hana. Hún var máluð, sem og allir hlutir sem eru úti á velli hjá okkur."


Þá má geta þess að haldið var eitt glæsilegasta golfmót ársins á Íslandi, 24 Open, með rétt rúmlega 400 keppendur. Þetta mót er það fjölmennasta sem haldið hefur verið á einum sólarhring og er komið til að vera og verður væntanlega stór tekjuþáttur um ókomna framtíð. Mótahald gekk yfirleitt mjög vel á starfsárinu. 



Eftir Valur Jónatansson 16. febrúar 2025
Framkvæmdir við stækkun eldhúss og starfsmannaaðstöðu í fullum gangi 
16. febrúar 2025
66°Norður einn af stærstu bakhjörlum GKB
Eftir Valur Jónatansson 23. janúar 2025
Haustferð til Novo Sancti Petri!
6. janúar 2025
Hermamót GKB 1. FEBRÚAR 2025
Eftir Valur Jónatansson 27. desember 2024
Gleðileg jól og farsælt komandi golfár!
Eftir Valur Jónatansson 12. desember 2024
Guðmundur endurkjörinn formaður og hagnaður af rekstri klúbbsins
6. desember 2024
Aðalfundur GKB 2024 haldinn á morgun, 7. desember, í klúbbhús GKB í Kiðjabergi
28. nóvember 2024
Aðalfundur GKB 2024 haldinn þann 7. desember næstkomandi
Eftir Valur Jónatansson 24. nóvember 2024
Gjafabréf á Kiðjabergsvöll er frábær gjöf fyrir alla kylfinga!
Eftir Valur Jónatansson 24. nóvember 2024
"Þetta er gríðarleg hvatning fyrir klúbbinn okkar"
Fleiri færslur
Share by: