GOLFKLÚBBUR
KIÐJABERGS
Rástímar:
Hópar og tilboð :
Veitingasala :
Copyright © 2021
Um 50 klúbbfélagar mættu og tóku þátt í vinnudeginum okkar í Kiðjaberginu um liðna helgi. Fjölmörg verkefni voru kláruð fyrir opnun vallarins.
Eftir góða vinnu var boðið upp á pylsur í boði Rakelar í skálanum og þeir sem vildu gátu farið út og spilað, enda völlurinn opnaður formlega þennan dag, 7. maí.
Stjórn GKB vill koma á framfæri þakklæti til allra sem mættu og tóku til hendinni. Það sannast enn einu sinni máltækið, "margar hendur vinna létt verk".
Völlurinn kemur virkilega vel undan vetri og má nánast lofa að völlurinn verði með allra besta móti í sumar.
Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir frá vinnudeginum.
Veitingasala:
rakelmatt@gkb.is