Margir tóku þátt í vinnudegi

12. maí 2022

Um 50 félagar mættu til vinnu!

Um 50 klúbbfélagar mættu og tóku þátt í vinnudeginum okkar í Kiðjaberginu um liðna helgi.  Fjölmörg verkefni voru kláruð fyrir opnun vallarins.

Eftir góða vinnu var boðið upp á pylsur í boði Rakelar í skálanum og þeir sem vildu gátu farið út og spilað, enda völlurinn opnaður formlega þennan dag, 7. maí.

Stjórn GKB vill koma á framfæri þakklæti til allra sem mættu og tóku til hendinni. Það sannast enn einu sinni máltækið, "margar hendur vinna létt verk".


Völlurinn kemur virkilega vel undan vetri og má nánast lofa að völlurinn verði með allra besta móti í sumar.


Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir frá vinnudeginum.



Eftir Valur Jónatansson 19. apríl 2025
Dakic er nýr liðsmaður í okkar golfvallarteymi
Eftir Valur Jónatansson 7. apríl 2025
Mikael Moisio vallarstjóri GKB 2025
Eftir Valur Jónatansson 4. apríl 2025
Fyrsta mót ársins verður 24. maí
Eftir Valur Jónatansson 4. apríl 2025
Grænt gras farið að sjást víða um völlinn!
Eftir Valur Jónatansson 31. mars 2025
GKB meðlimir fá frábær kjör á fatnaði frá 66* Norður
Eftir Valur Jónatansson 16. febrúar 2025
Framkvæmdir við stækkun eldhúss og starfsmannaaðstöðu í fullum gangi 
16. febrúar 2025
66°Norður einn af stærstu bakhjörlum GKB
Eftir Valur Jónatansson 23. janúar 2025
Haustferð til Novo Sancti Petri!
6. janúar 2025
Hermamót GKB 1. FEBRÚAR 2025
Eftir Valur Jónatansson 27. desember 2024
Gleðileg jól og farsælt komandi golfár!
Fleiri færslur