Góð mæting í 24 Open

12. júní 2021

404 keppendur mættu í 24 Open

Nú stendur yfir á Kiðjabergi fjöl­menn­asta golf­mót sem vitað er um að fram hafi farið í heiminum á sama vellinum á einum sólarhring, eða 24 tímum. Byrjað var að ræsa út keppendur klukkan 14 í gær, laugardag og fór síðasta hollið út klukkan 13:50 í dag, laugardag. 404 keppendur voru skráðir til leiks og verður það að teljast nýtt heimsmet þar til annað kemur í ljós.

Reiknað er með að þetta mót verði ár­leg­ur viðburður og spennandi kost­ur fyr­ir íslenska kylfinga og jafnframt er­lenda ferðamenn sem vilja upp­lifa að leika miðnæt­ur­golf. Það er fátt sem jafn­ast á við að leika golf á þess­um árs­tíma þegar dags­birt­u nýtur all­an sól­ar­hring­inn. Veðrið hefur verið ágætt, en þó töluveður vindur og eins var frekar kalt hjá keppendum sem voru ræstir út í nótt.

"Þetta er búið að ganga ótrúlega vel og mér sýnist allir keppendur vera mjög ánægðir með þessa upplifun sem það er að taka þátt í svona móti,“ segir Birkir Már Birgisson, framkvæmdastjóri Golf­klúbbs­ins Kiðjabergs. "Markmið okkar var að búa til skemmtilega upplifun fyrir mótsgesti og ég held að það hafi tekist bærilega." 

Eftir því sem best er vitað er þetta fjölmennasta golfmót allra tíma, sem leikið er á sama vellinum og ræst er út samfleytt í 24 klukkuktíma. Þeir keppendur sem voru með að þessu sinni eiga það sameiginlegt að tilheyra þessu heimsmeti!

Keppnisfyrirkomulagið var einstaklings punktakeppni með forgjöf.

HÉR verður hægt að nálgast úrslitin.



Eftir Valur Jónatansson 19. apríl 2025
Dakic er nýr liðsmaður í okkar golfvallarteymi
Eftir Valur Jónatansson 7. apríl 2025
Mikael Moisio vallarstjóri GKB 2025
Eftir Valur Jónatansson 4. apríl 2025
Fyrsta mót ársins verður 24. maí
Eftir Valur Jónatansson 4. apríl 2025
Grænt gras farið að sjást víða um völlinn!
Eftir Valur Jónatansson 31. mars 2025
GKB meðlimir fá frábær kjör á fatnaði frá 66* Norður
Eftir Valur Jónatansson 16. febrúar 2025
Framkvæmdir við stækkun eldhúss og starfsmannaaðstöðu í fullum gangi 
16. febrúar 2025
66°Norður einn af stærstu bakhjörlum GKB
Eftir Valur Jónatansson 23. janúar 2025
Haustferð til Novo Sancti Petri!
6. janúar 2025
Hermamót GKB 1. FEBRÚAR 2025
Eftir Valur Jónatansson 27. desember 2024
Gleðileg jól og farsælt komandi golfár!
Fleiri færslur