Að öllu eðlilegu væri nú stutt í að haldinn væri aðalfundur, en því miður þá er staðan þannig að sóttvarnarlög og reglugerðir gera það erfitt í framkvæmd, með stórum takmörkunum á gestum á samkomum.
Stjórn GKB hefur því tekið þá ákvörðun að fresta aðalfundi fram yfir áramót, í von um að ástandið breytist til hins betra.
Því miður er ekki hægt að ákveða dagsetningu núna, en við vonumst til að geta fundið tíma þar sem við hittumst sem flest á Kiðjabergi og förum yfir starfsárið.