Skip to Content

Gkb

 • Fimmtudagur, 10. maí 2018 - 10:31
  Vinnudagur og opnun vallar

  Sameiginlegur vinnudagur Félags lóðarhafa í Kiðjabergi og Golfklúbbs Kiðjabergs verður haldinn laugardaginn 12. maí. Mæting við vélaskemmu kl. 10:00. Unnið verður til kl. ca. 14:00. Að loknum vinnudegi verður Rakel í Golfskálanum með súpu, brauð og grillaðar pylsur. Opnum völlinn fyrir skráningu kl 13.00.sama dag.

 • Laugardagur, 15. júlí 2017 - 10:48
  Haraldur fór holu í höggi í meistaramótinu

  Meistaramóti GKB lýkur á Kiðjabergsvelli í dag. Haraldur Þórðarson, sem er efstur í meistaraflokki karla, gerði sér lítið fyrir og fór holu höggi á 12. braut í gær. Hann er með sex högga forskot á Rúnar Óla Einarsson fyrir fjórða og síðasta hringinn. Áslaug Sigurðardóttir leiðir í kvennaflokki, er 10 höggum á undan Theodóru Stellu Hafsteinsdóttur. 

 • Fimmtudagur, 6. júlí 2017 - 12:34
  Meistaramót GKB á næsta leiti

  Nú er meistaramótsvika framundan hjá okkur í GKB. Boðið verður upp á tvö mót; annars vegar fjögurra daga mót sem hefst 12. júlí og hins vegar tveggja daga mót sem hefst 14. júlí. Skráning er hafin á golf.is. Veglegt lokahóf verður síðan í golfskálanum hjá Rakel á laugardagskvöldinu.

 • Fimmtudagur, 6. júlí 2017 - 12:27
  Nýir keppnissiklmálar fyrir GKB

  Stjórn GKB hefur samþykkt Almenna Keppnissiklmála sem gilda á öllum mótum sem haldin eru af GKB. Þetta eru skilmálar sem gilda nema annað sé í skilmálum einstakra móta. Sjá má gildandi Keppnisskilmála hér fyrir neðan.

 • Sunnudagur, 25. júní 2017 - 22:24
  Jón Ásgeir og Björg sigruðu í Hjónakeppninni

  Jón Ásgeir Baldursson og Björg Jónsdóttir sigruðu i Hjóna- og parakeppninni á Kiðjabergsvelli sl. laugardag - léku á 62 höggum nettó. Kristín Nielsen og Hjörleifur Kvaran höfnuðu í öðru sæti á 66 höggum nettó

 • Fimmtudagur, 22. júní 2017 - 23:07
  Stór golfhelgi framundan

  Það verður stór golfhelgi framundan í Kiðjaberginu, Jónsmessumót á föstudagskvöld (23. júní) þar sem leikið er 4-manna Texas Scrabmle og Hjóna og parakeppni á laugardag, en þar er tveggja manna Texas Scramble. Hægt er að skrá sig í bæði þessi mót á www.golf.is. 

 • Miðvikudagur, 21. júní 2017 - 20:57
  Golfnámskeið fyrir börn í Kiðjabergi

  Golfnámskeið fyrir krakka á aldrinum 9 - 14 ára verður haldið 26. til 30. júní á golfvellinum Kiðjabergi. Námskeiðið er frá kl. 9.00 til kl. 13.00. Námskeiðið er frítt fyrir börn félagsmanna og matur innifalinn. Leiðbeinandi er Pálmi Þór Pálmason, brons verðlaunahafi frá Ólympíuleikum í LA.

 • Sunnudagur, 18. júní 2017 - 14:19
  Feðgar frá Grundarfirði sigruðu

  Rúmlega 90 keppendur mættu til leiks í Stóra Texas scramble mótinu á Kiðjabergsvelli sl. laugardaginn. Keppni var mjög jöfn og spennandi. Það fór svo að feðgarnir Ásgeir Ragnarsson og Heimir Þór Ásgeirsson úr Grundarfirði stóðu uppi sem sigurvegarar, léku á 56 höggum nettó. 

 • Miðvikudagur, 14. júní 2017 - 12:13
  Stóra Texas mótið á laugardaginn

  Stóra Texas scramble mótið fer fram á Kiðjabergsvelli á laugardaginn. Búið er að opna fyrir skráningu inn á golf.is. Tveir kylfingar leika saman í liði og er hámarksforgjöf karla 24 og 28 hjá konum. Forgjöf liða reiknast sem samanlögð vallarforgjöf liðs, deilt með 2,5.