Skip to Content

Gkb

 • Fimmtudagur, 1. janúar 2015 - 10:59
  Gleðilegt nýtt golfár!

  Gleðilegt nýtt golfár og megi þetta ár verða til forgjafalækkunnar eða í það minnsta til margra gleðistunda við golfleik á Kiðjabergsvelli. Þó svo að snjór sé yfir öllu um þessar mundir er völlurinn á síum stað og skartar sínu fegursta. 

 • Mánudagur, 22. desember 2014 - 10:31
  Jólakveðja

  Óskum félögum, gestum og samstarfsaðilum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Þökkum góðar stundir á liðinu golfsumri.

 • Föstudagur, 19. desember 2014 - 19:05
  Rekstur golfskálans

  Golfklúbbur Kiðjabergs leitar eftir áhugasömum aðila til að taka að sér rekstur golfskálans á komandi ári. Um er að ræða rekstur veitingasölu fyrir eigin reikning. Golfskálinn er opinn frá byrjun maí og til loka september ár hvert. 

   

 • Miðvikudagur, 17. desember 2014 - 17:07
  Myndir frá aðalfundi GKB

   Ljósmyndarinn Jóhannes Long tók nokkrar myndir á aðalfundi Golfklúbbs Kiðjabergs sem haldinn var í golfskálanum á Kiðjabergi um síðustu helgi.  Þar var Jenettu Bárðardóttur þökkuð góð störf fyrir klúbbinn. Hún var m.a. gjaldkeri GKB síðustu árin, en hættir nú í stjórn.

 • Sunnudagur, 14. desember 2014 - 11:13
  Góð afkoma þrátt fyrir afleitt sumar

  Aðalfundur Golfklúbbs Kiðjabergs var haldinn  laugardaginn 13. desember í golfskálanum í Kiðjabergi.  Á fundinn mættu 44 félagar.  Jóhann Friðbjörnsson var endurkjörinn sem formaður tíunda árið í röð.  Hagnaður var af rekstri síðasta árs upp á rúmar 2,6 milljónir þrátt fyrir afleitt veður um miðbik sumars.

 • Fimmtudagur, 20. nóvember 2014 - 14:03
  Aðalfundur GKB haldinn 13. desember

  Aðalfundur Golfklúbbs Kiðjabergs verður haldinn í Golfskálanum Kiðjabergi laugardaginn 13. desember 2014. Fundurinn hefst kl 13:00 og á dagskrá verða venjuleg aðalfundarstörf.

 • Mánudagur, 6. október 2014 - 22:27
  Kiðjabergsvelli hefur verið lokað

  Búið er að loka Kiðjabergsvellinum, en leyft verður að spila seinni níu, á holum 10 til 18 í vetur. Þar hefur verið komið fyrir vetrarteigum og holum. Golfbílar eru nú bannaðir á vellinum.  Stjórn GKB þakkar félagsmönnum og gestum komuna á völlinn í sumar. Skráningu á völlinn fjölgaði um 2.400 manns á golf.is  frá sumrinu 2013.