Skip to Content

Gkb

 • Sunnudagur, 24. maí 2015 - 11:44
  Ásmundur og Vilhjálmur sigruðu í Grand Open

  Ásmundur Sigmarsson og Vilhjálmur Andri Vilhjálmsson sigruðu í fyrsta móti ársins, Grand Open, sem fram fór á Kiðjabergsvelli laugardaginn 23. maí. Spilað var Texas Scramble og léku þeir Ásmundur og Vilhjálmur á 63 höggum nettó. Alls voru 80 keppendur sem tóku þátt í mótinu.

 • Föstudagur, 22. maí 2015 - 15:59
  Fyrsta mót sumarsins; Grand Open

  Fyrsta mót sumarsins á Kiðjabergsvelli, Grand Open, fer fram laugardaginn 23. maí. Ræst verður út á milli 9:00 og 12:00 og spilað Texas Scramble.  Veitt verða glæsileg verðlaun fyrir 5 efstu pörin og jafnframt verða verðlaun fyrir að vera næstur holu á par-3 holum vallarins. Spáð er frábæru golfveðri.

 • Laugardagur, 16. maí 2015 - 23:28
  Góður vinnudagur á Kiðjabergi

  Vinnudagur fór fram á Kiðjabergsvelli laugardaginn. 16. maí. Fjöldi lóðarhafa og félagar í Golfklúbbi Kiðjabergs létu hendur standa fram úr ermum við ýmis störf á svæðinu. Að loknum vinnudegi voru grillaðar eðalpylsur eins og hver gat í sig látið. Máltækið "margar hendur vinna létt verk" átti vel við á vinnudeginum.

 • Föstudagur, 8. maí 2015 - 19:22
  Sér bruggað öl í Kiðjabergi

  Golfklúbbur Kiðjabergs og veitingaraðili í golfskálanum hafa í samvinnu við Ölgerðina Ölvisholti látið brugga öl sem merkt er sérstaklega fyrir okkur og hefur hann fengið nafnið KIÐ-ÖL. Jafnframt verðum við með aðra tegund frá þeim sem við köllum BERG-ÖL. 

 • Miðvikudagur, 6. maí 2015 - 19:37
  Tilboð á vallargjaldi í tilefni að opnun vallarins

  Kiðjabergsvöllur opnar formlega föstudaginn 8. maí og eru allir velkomnir, rástímaskráning er á golf.is. Í tilefni að opnunar vallarins  bjóðum við vallargjald á aðeins 4.000  krónur um helgina Tilboð á vallargjaldi verður næstu virka daga á 3.000 krónur og því engir aðrir afsláttarmöguleikar í gildi.

 • Miðvikudagur, 6. maí 2015 - 19:15
  Sameiginlegur vinnudagur frestast til 16. maí

  Sameiginlegur vinnudagur Félags lóðarhafa á Kiðjabergi og Golfklúbbs Kiðjabergs, sem átti að vera  laugardaginn 9. maí, er frestað til laugardagsins 16. maí vegna kulda. Þá er mæting við vélaskemmu  eins og undafarin ár klukkan 10:00. Þar verður verkefnum úthlutað.

 • Miðvikudagur, 29. apríl 2015 - 17:17
  Formleg opnun Kiðjabergsvallar frestast til 8. maí

  Veðrið hefur ekki alveg verið eins og vonir stóðu til og því verðum við að tilkynna að formleg opnun Kiðjabergsvallar mun frestast um viku, eða fram til föstudagsins 8. maí. Hins vegar er félagsmönnum heimilt að spila völlinn um helgina.