Skip to Content

Gkb

 • Laugardagur, 9. september 2017 - 16:36
  Magnús fór holu í höggi á par-4 braut

  Magnús Þór Haraldsson, félagi í GKB, gerði sér lítið fyrir og fór holu í höggi á 6. braut sem er par-4 braut á Kiðjabergsvelli í gær. Þetta er jafnframt albatross og ekki á hverjum degi sem kylfingar ná slíku höggi. Brautin er 222 metrar, öll upp í móti. Við óskum Magnúsi innilega til hamingju með draumahögg allra kylfinga.

 • Föstudagur, 8. september 2017 - 15:33
  Bændaglíma og lokahóf

  Bændaglíman og lokahófið verða á Kiðjabergsvelli laugardaginn 16. september. Keppendum verður skipt í tvö lið, A og B. Spilað verður Texas Scramble holukeppni þar sem tveir úr hvoru liði eigast við í hverju holli, hver unnin hola telur fyrir liðið. Hægt er að skrá sig á golf.is eða mæta í Golfskálann kl.10:00.

 • Sunnudagur, 13. ágúst 2017 - 18:46
  GKG fagnaði Íslandsmeistaratitli á Kiðjabergsvelli

  Íslandsmót golfklúbba í 1. deild karla fór fram í blíðskaparveðri á Kiðjabergsvelli um helgina. GKG sigraði eftir að hafa lagt GR að velli í úrslitaleik, 3:2. GM hafnaði í þriðja sæti eftir að hafa unnið GK, 4:1. Það var vitað fyrirfram að okkar lið, GKB, ætti við ramman reip að draga og varð að lokum að bíta í það súra epli að falla í 2. deild ásamt sameiginlegu liði Golfklúbbs Fjallabyggðar og Dalvíkur.

 • Mánudagur, 7. ágúst 2017 - 18:32
  Vel heppnað kvennamót - myndasería

  Vel heppnað pilsa kvennamót fór fram á Kiðjabergsvelli sl. föstudag og  mættu 74 kylfingar til leiks og skemmtu sér vel í góðu veðri. Leikið var 9 holu Texas Scramble og þótti mótið takast afar vel og allir ánægðir.  Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir frá mótinu.

 • Sunnudagur, 6. ágúst 2017 - 20:04
  Ofurhetjurnar sigruðu!

  Ofurhetjurnar, Bjarki Þór Guðmundsson og Ásmundur Ari Guðgeirsson,  sigruðu í Styrktarmóti GKB, sem fram fór í blíðskaparveðri á Kiðjabergsvelli laugardaginn 5. ágúst. Þeir léku á 56 höggum nettó. 74 pör mættu til leiks og var uppselt í mótið. Völlurinn er kominn í sitt besta form og voru keppendur mjög ánægðir með allar aðstæður. 

 • Miðvikudagur, 2. ágúst 2017 - 11:43
  Pilsaþytur í Kiðjabergi

  Föstudaginn 4. ágúst verður haldið Pilsa ( Texas Scramble ) kvennamót á Kiðjabergsvelli. Ræst verður út kl. 18:00 af teigum 1-9 og spilaðar 9 holur. Við erum að tala um Gleði mót með stóru G-i þar sem m.a. akandi bar verður á staðnum. GKB konur endilega bjóðið með ykkur vinkonu í mótið.

 • Miðvikudagur, 26. júlí 2017 - 18:59
  Almenn ánægja með kennsluna

  Almenn ánægja var með golfkennsluna sem meistaraflokkskylfingar úr GKB buðu upp á Kiðjabergsvelli í gær. Kylfingum var skipt upp í hópa eftir getu og farið yfir ýmis atriði golfleiksins, eins og pútt, vipp, járnahögg og dræv. Kennslan stóð yfir frá klukkan 15 til 18.

 • Sunnudagur, 23. júlí 2017 - 22:52
  Rúmlega 60 konur í gullmóti Hansínu Jens

  Laugardaginn 22. júlí fór Gullmót Hansínu Jens fram á Kiðjabergsvelli. Ríflega 60 konur tóku þátt í þessu glæsilega og skemmtilega móti og létu hvassviðrið ekki hafa of mikil áhrif á sig. Veitt voru verðlaun fyrir besta skor án forgjafar og fyrir fimm efstu sætin í punktakeppninni. Verðlaunagripirnir voru módelskartgripir úr smiðju listakonunnar Hansínu Jens.

 • Miðvikudagur, 19. júlí 2017 - 18:58
  Lærum af þeim bestu!

  Meistaraflokks kylfingar Golfklúbbs Kiðjabergs ætla að vera með kennslu á Kiðjabergi þriðjudaginn 25. júlí milli klukkan 15-17. Kennslan er hugsuð fyrir alla klúbbmeðlimi sem mæta. Skipt verður upp í hópa og farið yfir pútt, vipp, járnahögg og dræv.  Við hvetjum sem flesta til að nýta sér kennslu þeirra bestu!