Skip to Content

Gkb

 • Þriðjudagur, 22. júlí 2014 - 21:33
  Gullmót Hansínu Jens um helgina

  Gullmót Hansínu Jens fer fram á laugardaginn. Þetta er kvennamót og hámarks forgjöf 28. Veitt verða ein verðlaun fyrir besta skor í höggleik. Í punktakeppni verða veitt verðlaun fyrir 5 efstu sætin. Sá keppandi sem vinnur höggleikinn fær ekki verðlaun fyrir punkta keppnina. 

 • Sunnudagur, 20. júlí 2014 - 22:51
  Feðginin Eygló Myrra og Óskar sigruðu

  Hjóna- og parakeppni GKB fór fram á Kiðjabergsvelli sunnudaginn 20. júlí. Keppnin var haldin í frábæru veðri og mjög góð þátttaka og uppselt í mótið. Völlurinn er í frábæru standi þrátt fyrir mikar rigningar undanfarið. Það voru feðginin, Eygló Myrra Óskarsdóttir og Óskar Svavarsson, sem sigruðu - léku á 65 höggum nettó. Keppnin var jöfn og spennandi og munaði aðeins 2 höggum á fimm efstu liðunum.

 • Föstudagur, 18. júlí 2014 - 20:22
  Vatnsveðrið í sumar setur strik í reikninginn

  Það hefur rignt víða hressilega það sem af þessum mánuði og reyndar í allt sumar. Þessar aðstæður hafa haft mikil áhrif á golfiðkun landsmanna og Kiðjabergsvöllur hefur ekki farið varlhluta af því. Aðsóknin hefur verið mun minni en undanfarin ár og tekjur dregist saman. Það vill til að klúbburinn er nánast skuldlaus og því er hann betur í stakk búinn til að takast á við tekjumissinn. 

 • Fimmtudagur, 17. júlí 2014 - 15:00
  Hjóna- og parakeppnin flutt yfir á sunnudag

  Mótanefnd GKB hefur fært Hjóna- og Parkeppnina aftur um einn dag, til sunnudagsins 20. júlí. Veðurspáin fyrir sunnudaginn er mjög góð. Höfum ekki séð svona góða spá  í júlímánuði.  Þeir sem nú þegar eru skráðir halda sínum rástímum. Óski hjón eftir að skrá sig út úr mótinu eða breyta rástíma þá vinsamlegast hafið samband í síma 4864495.

 • Miðvikudagur, 16. júlí 2014 - 16:37
  Flötin á 2. braut lokuð tímabundið

  Framkvæmdir standa nú yfir við 2. braut á Kiðjabergsvelli en þar hefur verið mikil bleyta á kafla fyrir framan flötina eftir miklar rigningar í sumar. Þar af leiðandi verður flötin lokuð fyrir umferð kylfinga, en búið er að útbúa bráðabirgðaflöt fyrir framan lækinn.

 • Sunnudagur, 13. júlí 2014 - 1:34
  Rúnar Óli og Brynhildur klúbbmeistarar GKB

  Rúnar Óli Einarsson er klúbbmeistari karla hjá Golfklúbbi Kiðjabergs 2014. Hann vann eftir spennandi keppni við Kristin Árnason og Hjalta Atlason. Brynhildur Sigursteinsdóttir var klúbbmeistari kvenna. Veðrið á lokadaginn, í gær,  var það besta af þessum 4 keppnisdögum. Allir  voru sammála um að mótið hafi verið vel heppnað og völlurinn í frábæru standi þrátt fyrir mikla úrkomu flesta mótsdagana.

 • Föstudagur, 11. júlí 2014 - 23:48
  Spenna fyrir lokahringinn í meistaraflokki karla

  Það er spenna í loftinu fyrir lokahringinn í meistaramóti Golfklúbbs Kiðjabergs. Aðeins munar fjórum höggum á þremur efstu kylfingunum í meistaraflokki karla. Kristinn Árnason er efstur, en Rúnar Óli Einarsson, sem lék best allra í dag, er aðeins einu höggi á eftir og síðan kemur Hjalti Atlason þremur höggum á eftir Rúnari. Brynhildur Sigursteinsdóttir er efst í kvennaflokki.