Skip to Content

Gkb

 • Mánudagur, 4. desember 2017 - 15:38
  Aðalfundur GKB verður 18. desember!

  Aðalfundur Golfklúbbs Kiðjabergs verður haldinn 18. desember en ekki 9. desember, eins og áður hafði verið auglýst. Að óviðráðanlegum orsökum reyndist ekki unnt að halda fundinn 9. desember. Fundurinn verður að Borgartúni 35 (1. hæð) í Reykjavík og hefst kl. 20:00.

 • Laugardagur, 9. september 2017 - 16:36
  Magnús fór holu í höggi á par-4 braut

  Magnús Þór Haraldsson, félagi í GKB, gerði sér lítið fyrir og fór holu í höggi á 6. braut sem er par-4 braut á Kiðjabergsvelli í gær. Þetta er jafnframt albatross og ekki á hverjum degi sem kylfingar ná slíku höggi. Brautin er 222 metrar, öll upp í móti. Við óskum Magnúsi innilega til hamingju með draumahögg allra kylfinga.

 • Föstudagur, 8. september 2017 - 15:33
  Bændaglíma og lokahóf

  Bændaglíman og lokahófið verða á Kiðjabergsvelli laugardaginn 16. september. Keppendum verður skipt í tvö lið, A og B. Spilað verður Texas Scramble holukeppni þar sem tveir úr hvoru liði eigast við í hverju holli, hver unnin hola telur fyrir liðið. Hægt er að skrá sig á golf.is eða mæta í Golfskálann kl.10:00.

 • Sunnudagur, 13. ágúst 2017 - 18:46
  GKG fagnaði Íslandsmeistaratitli á Kiðjabergsvelli

  Íslandsmót golfklúbba í 1. deild karla fór fram í blíðskaparveðri á Kiðjabergsvelli um helgina. GKG sigraði eftir að hafa lagt GR að velli í úrslitaleik, 3:2. GM hafnaði í þriðja sæti eftir að hafa unnið GK, 4:1. Það var vitað fyrirfram að okkar lið, GKB, ætti við ramman reip að draga og varð að lokum að bíta í það súra epli að falla í 2. deild ásamt sameiginlegu liði Golfklúbbs Fjallabyggðar og Dalvíkur.

 • Mánudagur, 7. ágúst 2017 - 18:32
  Vel heppnað kvennamót - myndasería

  Vel heppnað pilsa kvennamót fór fram á Kiðjabergsvelli sl. föstudag og  mættu 74 kylfingar til leiks og skemmtu sér vel í góðu veðri. Leikið var 9 holu Texas Scramble og þótti mótið takast afar vel og allir ánægðir.  Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir frá mótinu.

 • Sunnudagur, 6. ágúst 2017 - 20:04
  Ofurhetjurnar sigruðu!

  Ofurhetjurnar, Bjarki Þór Guðmundsson og Ásmundur Ari Guðgeirsson,  sigruðu í Styrktarmóti GKB, sem fram fór í blíðskaparveðri á Kiðjabergsvelli laugardaginn 5. ágúst. Þeir léku á 56 höggum nettó. 74 pör mættu til leiks og var uppselt í mótið. Völlurinn er kominn í sitt besta form og voru keppendur mjög ánægðir með allar aðstæður. 

 • Miðvikudagur, 2. ágúst 2017 - 11:43
  Pilsaþytur í Kiðjabergi

  Föstudaginn 4. ágúst verður haldið Pilsa ( Texas Scramble ) kvennamót á Kiðjabergsvelli. Ræst verður út kl. 18:00 af teigum 1-9 og spilaðar 9 holur. Við erum að tala um Gleði mót með stóru G-i þar sem m.a. akandi bar verður á staðnum. GKB konur endilega bjóðið með ykkur vinkonu í mótið.

 • Miðvikudagur, 26. júlí 2017 - 18:59
  Almenn ánægja með kennsluna

  Almenn ánægja var með golfkennsluna sem meistaraflokkskylfingar úr GKB buðu upp á Kiðjabergsvelli í gær. Kylfingum var skipt upp í hópa eftir getu og farið yfir ýmis atriði golfleiksins, eins og pútt, vipp, járnahögg og dræv. Kennslan stóð yfir frá klukkan 15 til 18.

 • Sunnudagur, 23. júlí 2017 - 22:52
  Rúmlega 60 konur í gullmóti Hansínu Jens

  Laugardaginn 22. júlí fór Gullmót Hansínu Jens fram á Kiðjabergsvelli. Ríflega 60 konur tóku þátt í þessu glæsilega og skemmtilega móti og létu hvassviðrið ekki hafa of mikil áhrif á sig. Veitt voru verðlaun fyrir besta skor án forgjafar og fyrir fimm efstu sætin í punktakeppninni. Verðlaunagripirnir voru módelskartgripir úr smiðju listakonunnar Hansínu Jens.