Skip to Content

Gkb

 • Miðvikudagur, 17. desember 2014 - 17:07
  Myndir frá aðalfundi GKB

   Ljósmyndarinn Jóhannes Long tók nokkrar myndir á aðalfundi Golfklúbbs Kiðjabergs sem haldinn var í golfskálanum á Kiðjabergi um síðustu helgi.  Þar var Jenettu Bárðardóttur þökkuð góð störf fyrir klúbbinn. Hún var m.a. gjaldkeri GKB síðustu árin, en hættir nú í stjórn.

 • Sunnudagur, 14. desember 2014 - 11:13
  Góð afkoma þrátt fyrir afleitt sumar

  Aðalfundur Golfklúbbs Kiðjabergs var haldinn  laugardaginn 13. desember í golfskálanum í Kiðjabergi.  Á fundinn mættu 44 félagar.  Jóhann Friðbjörnsson var endurkjörinn sem formaður tíunda árið í röð.  Hagnaður var af rekstri síðasta árs upp á rúmar 2,6 milljónir þrátt fyrir afleitt veður um miðbik sumars.

 • Fimmtudagur, 20. nóvember 2014 - 14:03
  Aðalfundur GKB haldinn 13. desember

  Aðalfundur Golfklúbbs Kiðjabergs verður haldinn í Golfskálanum Kiðjabergi laugardaginn 13. desember 2014. Fundurinn hefst kl 13:00 og á dagskrá verða venjuleg aðalfundarstörf.

 • Mánudagur, 6. október 2014 - 22:27
  Kiðjabergsvelli hefur verið lokað

  Búið er að loka Kiðjabergsvellinum, en leyft verður að spila seinni níu, á holum 10 til 18 í vetur. Þar hefur verið komið fyrir vetrarteigum og holum. Golfbílar eru nú bannaðir á vellinum.  Stjórn GKB þakkar félagsmönnum og gestum komuna á völlinn í sumar. Skráningu á völlinn fjölgaði um 2.400 manns á golf.is  frá sumrinu 2013. 

 • Laugardagur, 27. september 2014 - 20:46
  Völlurinn opinn eingöngu fyrir félagsmenn

  Golfskálanum í Kiðjabergi hefur nú verið lokað. Völlurinn verður hins vegar opinn eitthvað áfram, en eingöngu fyrir félagsmenn. Stjórn Golfklúbbs Kiðjabergs þakkar félagsmönnum og gestum  fyrir gott sumar, þó svo að veðrið hefði mátt vera töluvert betra.

 • Miðvikudagur, 24. september 2014 - 9:59
  Lið Theódórs vann Bændaglímuna

  Bændaglíma GKB fór fram á Kiðjabergsvelli laugardaginn 20. september í mjög góðu veðri. Leikar fóru svo að Lið Theódórs S. Halldórssonar  vann lið Steins B. Ólafssonar með þó nokkrum yfirburðum 43 unnar holur gegn 28.  Voru keppendur þrátt fyrir það mjög svo sáttir með góðan dag.

 • Sunnudagur, 24. ágúst 2014 - 21:54
  Kiðjabergskonur leika í 1. deild að ári

  Kvennasveit GKB sigraði í 2. deild 50 ára og eldri og tryggðu sér þar með sæti í 1. deild að ári. Frábær árangur hjá okkar konum, sem unnu alla leiki sína í 2. deildinni og sigurinn því verðskuldaður. Karlalið GKB var skráð i 3. deild og fer upp i 2 deild, án þess að spila þar sem aðeins tvö lið skráðu sig i þá deild.