Skip to Content

Gkb

 • Mánudagur, 4. desember 2017 - 15:38
  Aðalfundur GKB verður 18. desember!

  Aðalfundur Golfklúbbs Kiðjabergs verður haldinn 18. desember en ekki 9. desember, eins og áður hafði verið auglýst. Að óviðráðanlegum orsökum reyndist ekki unnt að halda fundinn 9. desember. Fundurinn verður að Borgartúni 35 (1. hæð) í Reykjavík og hefst kl. 20:00.

 • Miðvikudagur, 19. júlí 2017 - 18:58
  Lærum af þeim bestu!

  Meistaraflokks kylfingar Golfklúbbs Kiðjabergs ætla að vera með kennslu á Kiðjabergi þriðjudaginn 25. júlí milli klukkan 15-17. Kennslan er hugsuð fyrir alla klúbbmeðlimi sem mæta. Skipt verður upp í hópa og farið yfir pútt, vipp, járnahögg og dræv.  Við hvetjum sem flesta til að nýta sér kennslu þeirra bestu!

   
 • Sunnudagur, 16. júlí 2017 - 11:32
  Rúnar Óli og Áslaug klúbbmeistarar GKB

  Rúnar Óli Einarsson er klúbbmeistari karla hjá Golfklúbbi Kiðjabergs 2017 og er þetta í annað sinn sem hann fagnar titlinum. Rúnar lék lokahringinn á 75 höggum sem var besta skorið á hring í mótinu. Haraldur Þórðarson, sem var með forystu fyrir lokahringinn, varð annar eftir að hafa leikið lokahringinn á 85 höggum. Sturla Ómarsson varð þriðji, aðeins einu höggi á eftir Haraldi. 

 • Sunnudagur, 16. júlí 2017 - 10:10
  Guðmundur fékk flesta punkta

  Í meistaramóti GKB var einnig boðið upp á tveggja daga punktakeppni öldunga, karla og kvenna. Guðmundur S. Guðmundsson sigraði í flokki öldunga og fékk flesta punkta allra keppenda, 39 á fyrri hring og það sama á seinni.  Ingigerður Eggertsdóttir varð efst í flokki kvenna og Guðmundur Jóhannesson í flokki karla. 

 • Laugardagur, 15. júlí 2017 - 15:31
  Snorri sló draumahögg allra kylfinga!

  Félagi okkar í Golfklúbbi Kiðjabergs, Snorri Hjaltason, fór holu í höggi á 14. braut á Hamarsvelli í Borgarnesi í síðustu viku, en þá var hann að keppa í meistaramóti GB. Snorri var að sjálfsögðu einnig með í meistaramóti GKB nú um helgina. Við óskum honum til hamingju með draumahögg allra kylfinga.

 • Laugardagur, 15. júlí 2017 - 10:48
  Haraldur fór holu í höggi í meistaramótinu

  Meistaramóti GKB lýkur á Kiðjabergsvelli í dag. Haraldur Þórðarson, sem er efstur í meistaraflokki karla, gerði sér lítið fyrir og fór holu höggi á 12. braut í gær. Hann er með sex högga forskot á Rúnar Óla Einarsson fyrir fjórða og síðasta hringinn. Áslaug Sigurðardóttir leiðir í kvennaflokki, er 10 höggum á undan Theodóru Stellu Hafsteinsdóttur. 

 • Fimmtudagur, 6. júlí 2017 - 12:34
  Meistaramót GKB á næsta leiti

  Nú er meistaramótsvika framundan hjá okkur í GKB. Boðið verður upp á tvö mót; annars vegar fjögurra daga mót sem hefst 12. júlí og hins vegar tveggja daga mót sem hefst 14. júlí. Skráning er hafin á golf.is. Veglegt lokahóf verður síðan í golfskálanum hjá Rakel á laugardagskvöldinu.

 • Fimmtudagur, 6. júlí 2017 - 12:27
  Nýir keppnissiklmálar fyrir GKB

  Stjórn GKB hefur samþykkt Almenna Keppnissiklmála sem gilda á öllum mótum sem haldin eru af GKB. Þetta eru skilmálar sem gilda nema annað sé í skilmálum einstakra móta. Sjá má gildandi Keppnisskilmála hér fyrir neðan.

 • Sunnudagur, 25. júní 2017 - 22:24
  Jón Ásgeir og Björg sigruðu í Hjónakeppninni

  Jón Ásgeir Baldursson og Björg Jónsdóttir sigruðu i Hjóna- og parakeppninni á Kiðjabergsvelli sl. laugardag - léku á 62 höggum nettó. Kristín Nielsen og Hjörleifur Kvaran höfnuðu í öðru sæti á 66 höggum nettó