Skip to Content

Gkb

 • Miðvikudagur, 7. mars 2018 - 14:15
  Skemmdir unnar á 5. braut á Kiðjabergsvelli

  Skemmdir voru unnar á 5. braut á Kiðjabergsvelli á dögunum. Þar var ekið á bíl eða fjórhjóli inn á brautina og skemmdir unnar með því að aka í hringi á mjúkri brautinni. Eins og fram kemur á myndinni er um talsverðar skemmdir að ræða, sem tíma tekur að laga. 

 • Miðvikudagur, 2. ágúst 2017 - 11:43
  Pilsaþytur í Kiðjabergi

  Föstudaginn 4. ágúst verður haldið Pilsa ( Texas Scramble ) kvennamót á Kiðjabergsvelli. Ræst verður út kl. 18:00 af teigum 1-9 og spilaðar 9 holur. Við erum að tala um Gleði mót með stóru G-i þar sem m.a. akandi bar verður á staðnum. GKB konur endilega bjóðið með ykkur vinkonu í mótið.

 • Miðvikudagur, 26. júlí 2017 - 18:59
  Almenn ánægja með kennsluna

  Almenn ánægja var með golfkennsluna sem meistaraflokkskylfingar úr GKB buðu upp á Kiðjabergsvelli í gær. Kylfingum var skipt upp í hópa eftir getu og farið yfir ýmis atriði golfleiksins, eins og pútt, vipp, járnahögg og dræv. Kennslan stóð yfir frá klukkan 15 til 18.

 • Sunnudagur, 23. júlí 2017 - 22:52
  Rúmlega 60 konur í gullmóti Hansínu Jens

  Laugardaginn 22. júlí fór Gullmót Hansínu Jens fram á Kiðjabergsvelli. Ríflega 60 konur tóku þátt í þessu glæsilega og skemmtilega móti og létu hvassviðrið ekki hafa of mikil áhrif á sig. Veitt voru verðlaun fyrir besta skor án forgjafar og fyrir fimm efstu sætin í punktakeppninni. Verðlaunagripirnir voru módelskartgripir úr smiðju listakonunnar Hansínu Jens.

 • Miðvikudagur, 19. júlí 2017 - 18:58
  Lærum af þeim bestu!

  Meistaraflokks kylfingar Golfklúbbs Kiðjabergs ætla að vera með kennslu á Kiðjabergi þriðjudaginn 25. júlí milli klukkan 15-17. Kennslan er hugsuð fyrir alla klúbbmeðlimi sem mæta. Skipt verður upp í hópa og farið yfir pútt, vipp, járnahögg og dræv.  Við hvetjum sem flesta til að nýta sér kennslu þeirra bestu!

   
 • Sunnudagur, 16. júlí 2017 - 11:32
  Rúnar Óli og Áslaug klúbbmeistarar GKB

  Rúnar Óli Einarsson er klúbbmeistari karla hjá Golfklúbbi Kiðjabergs 2017 og er þetta í annað sinn sem hann fagnar titlinum. Rúnar lék lokahringinn á 75 höggum sem var besta skorið á hring í mótinu. Haraldur Þórðarson, sem var með forystu fyrir lokahringinn, varð annar eftir að hafa leikið lokahringinn á 85 höggum. Sturla Ómarsson varð þriðji, aðeins einu höggi á eftir Haraldi. 

 • Sunnudagur, 16. júlí 2017 - 10:10
  Guðmundur fékk flesta punkta

  Í meistaramóti GKB var einnig boðið upp á tveggja daga punktakeppni öldunga, karla og kvenna. Guðmundur S. Guðmundsson sigraði í flokki öldunga og fékk flesta punkta allra keppenda, 39 á fyrri hring og það sama á seinni.  Ingigerður Eggertsdóttir varð efst í flokki kvenna og Guðmundur Jóhannesson í flokki karla. 

 • Laugardagur, 15. júlí 2017 - 15:31
  Snorri sló draumahögg allra kylfinga!

  Félagi okkar í Golfklúbbi Kiðjabergs, Snorri Hjaltason, fór holu í höggi á 14. braut á Hamarsvelli í Borgarnesi í síðustu viku, en þá var hann að keppa í meistaramóti GB. Snorri var að sjálfsögðu einnig með í meistaramóti GKB nú um helgina. Við óskum honum til hamingju með draumahögg allra kylfinga.

 • Laugardagur, 15. júlí 2017 - 10:48
  Haraldur fór holu í höggi í meistaramótinu

  Meistaramóti GKB lýkur á Kiðjabergsvelli í dag. Haraldur Þórðarson, sem er efstur í meistaraflokki karla, gerði sér lítið fyrir og fór holu höggi á 12. braut í gær. Hann er með sex högga forskot á Rúnar Óla Einarsson fyrir fjórða og síðasta hringinn. Áslaug Sigurðardóttir leiðir í kvennaflokki, er 10 höggum á undan Theodóru Stellu Hafsteinsdóttur.