Skip to Content

Gkb

 • Laugardagur, 9. september 2017 - 16:36
  Magnús fór holu í höggi á par-4 braut

  Magnús Þór Haraldsson, félagi í GKB, gerði sér lítið fyrir og fór holu í höggi á 6. braut sem er par-4 braut á Kiðjabergsvelli í gær. Þetta er jafnframt albatross og ekki á hverjum degi sem kylfingar ná slíku höggi. Brautin er 222 metrar, öll upp í móti. Við óskum Magnúsi innilega til hamingju með draumahögg allra kylfinga.

 • Sunnudagur, 16. júlí 2017 - 11:32
  Rúnar Óli og Áslaug klúbbmeistarar GKB

  Rúnar Óli Einarsson er klúbbmeistari karla hjá Golfklúbbi Kiðjabergs 2017 og er þetta í annað sinn sem hann fagnar titlinum. Rúnar lék lokahringinn á 75 höggum sem var besta skorið á hring í mótinu. Haraldur Þórðarson, sem var með forystu fyrir lokahringinn, varð annar eftir að hafa leikið lokahringinn á 85 höggum. Sturla Ómarsson varð þriðji, aðeins einu höggi á eftir Haraldi. 

 • Sunnudagur, 16. júlí 2017 - 10:10
  Guðmundur fékk flesta punkta

  Í meistaramóti GKB var einnig boðið upp á tveggja daga punktakeppni öldunga, karla og kvenna. Guðmundur S. Guðmundsson sigraði í flokki öldunga og fékk flesta punkta allra keppenda, 39 á fyrri hring og það sama á seinni.  Ingigerður Eggertsdóttir varð efst í flokki kvenna og Guðmundur Jóhannesson í flokki karla. 

 • Laugardagur, 15. júlí 2017 - 15:31
  Snorri sló draumahögg allra kylfinga!

  Félagi okkar í Golfklúbbi Kiðjabergs, Snorri Hjaltason, fór holu í höggi á 14. braut á Hamarsvelli í Borgarnesi í síðustu viku, en þá var hann að keppa í meistaramóti GB. Snorri var að sjálfsögðu einnig með í meistaramóti GKB nú um helgina. Við óskum honum til hamingju með draumahögg allra kylfinga.

 • Laugardagur, 15. júlí 2017 - 10:48
  Haraldur fór holu í höggi í meistaramótinu

  Meistaramóti GKB lýkur á Kiðjabergsvelli í dag. Haraldur Þórðarson, sem er efstur í meistaraflokki karla, gerði sér lítið fyrir og fór holu höggi á 12. braut í gær. Hann er með sex högga forskot á Rúnar Óla Einarsson fyrir fjórða og síðasta hringinn. Áslaug Sigurðardóttir leiðir í kvennaflokki, er 10 höggum á undan Theodóru Stellu Hafsteinsdóttur. 

 • Fimmtudagur, 6. júlí 2017 - 12:34
  Meistaramót GKB á næsta leiti

  Nú er meistaramótsvika framundan hjá okkur í GKB. Boðið verður upp á tvö mót; annars vegar fjögurra daga mót sem hefst 12. júlí og hins vegar tveggja daga mót sem hefst 14. júlí. Skráning er hafin á golf.is. Veglegt lokahóf verður síðan í golfskálanum hjá Rakel á laugardagskvöldinu.

 • Fimmtudagur, 6. júlí 2017 - 12:27
  Nýir keppnissiklmálar fyrir GKB

  Stjórn GKB hefur samþykkt Almenna Keppnissiklmála sem gilda á öllum mótum sem haldin eru af GKB. Þetta eru skilmálar sem gilda nema annað sé í skilmálum einstakra móta. Sjá má gildandi Keppnisskilmála hér fyrir neðan.

 • Sunnudagur, 25. júní 2017 - 22:24
  Jón Ásgeir og Björg sigruðu í Hjónakeppninni

  Jón Ásgeir Baldursson og Björg Jónsdóttir sigruðu i Hjóna- og parakeppninni á Kiðjabergsvelli sl. laugardag - léku á 62 höggum nettó. Kristín Nielsen og Hjörleifur Kvaran höfnuðu í öðru sæti á 66 höggum nettó

 • Fimmtudagur, 22. júní 2017 - 23:07
  Stór golfhelgi framundan

  Það verður stór golfhelgi framundan í Kiðjaberginu, Jónsmessumót á föstudagskvöld (23. júní) þar sem leikið er 4-manna Texas Scrabmle og Hjóna og parakeppni á laugardag, en þar er tveggja manna Texas Scramble. Hægt er að skrá sig í bæði þessi mót á www.golf.is.