GOLFKLÚBBUR

KIÐJABERGS

GKB | Stofnár 1993
Bóka rástíma Mótaskrá Gjafabréf

Glæsileg æfingaaðstaða utandyra

Hjá golfklúbbi Kiðjabergs er glæsilegt útiæfingasvæði þar sem að allir eru velkomnir. Á æfingasvæðinu eru 12 stæði með mottum. Hægt er að greiða fyrir æfingabolta í boltavél fyrir utan golfskálann alla daga vikunnar yfir sumartímann svo að  í boði er að æfa sig á hvaða tíma sólahringsins sem er.


Einnig eru tvær púttflatir staðsettar við golfskálann.

Nýjustu Fréttir 
Eftir Valur Jónatansson 17 May, 2024
Kiðjabergsvöllur opnar fyrir alla kylfinga 18. maí og golfbílar leyfðir
Eftir Valur Jónatansson 13 May, 2024
"Margar hendur vinna létt verk!"
Eftir Valur Jónatansson 10 May, 2024
Kiðjabergsvöllur opnar fyrir félagsmenn!
Fleiri fréttir

Staðsetning


Golfvöllur Golfklúbbs Kiðjabergs er aðeins í klukkutíma fjarlægð frá Reykjavík. Ekið er um Suðurlandsveg í átt að Selfossi og þaðan sem leið liggur í átt að Grímsnesi og beygt til hægri rétt áður en komið er að Borg í Grímsnesi og afleggjaranum til Sólheima. Þaðan er steinsnar að golfvellinum sem liggur í ægifögru landi með skemmtilegu útsýni og friðsæld í Íslenskri náttúru eins og hún gerist best.


Við Hestvatn er tjald- og hjólhýsasvæði með rafmagnstengingum fyrir hjólhýsin. Þar er einnig hreinlætis- og baðaðstaða með heitu og köldu vatni. Upplýsingar um notkun tjaldsvæðis er gefin í golfskálanum.

Veitingasala

Veitingasala í golfskála er opin á virkum dögum til 15. september og um helgar fram í október. 

Staðsetning

Golfvöllur Golfklúbbs Kiðjabergs er aðeins í klukkutíma fjarlægð frá Reykjavík og 25 mínútur frá Selfossi.

Völlurinn

Golfvöllurinn liggur fögru landi með skemmtilegu útsýni og friðsæld í íslenskri náttúru eins og hún gerist best.

HAFÐU SAMBAND | Enquiries

Hér er hægt að senda okkur margs konar fyrirspurnir varðandi golfvöllinn og golfklúbbinn. Ekki hika við að spyrjast fyrir um hópa, golfmót, undirbúning starfsmannaferða og annað sem kemur upp í hugann þegar þú skoðar golfvöllinn og aðstöðuna hér á heimasíðunni. Ef þú ert hins vegar að leita eftir rástíma smelltu hér.

Share by: