Skip to Content

Tvö mót á Kiðjabergi um næstu helgi

Laugardagur, 28. júlí 2018 - 17:12

Tvö mót fara fram á Kiðjabergsvelli um næstu helgi. Pylsa-þyt 9 holu kvenna texas verður föstudaginn 3. ágúst og Gull-styrktarmótið sem fram fer laugardaginn 4. ágúst. 

Gull-mótið er til styrktar þátttöku GKB-sveita á Íslandsmóti golfklúbba, sem fram fer síðar í sumar. Leikform er 18 holu tveggja manna Texas scramble þar sem hámarksforgjöf karla er 24 og kvenna 28. Samanlögð forgjöf deilt með 2,5. Ekki er gefin hærri forgjöf en forgjöf lægri keppanda.

Verðlaun:
Gjafabréf frá WOW -  2*40,000
Gjafabréf frá WOW -  2*35,000
Gjafabréf frá Húsasmiðjuni -  2*25,000
Gjafabréf frá Húsasmiðjuni -  2*15,000
Gjafabréf frá Bakarameistaranum - 2*11,000
Nándarverðlaun á öllum par 3 holum, frá Ölgerðinni.
Verðlaun fyrir að vera næstur holu í tveimur höggum á 18 braut, frá Ölgerðinni.
Fyrir holu í höggi á 7. braut -  100.000 gjafabréf frá WOW
Heildarverðmæti vinninga er um kr. 450 þúsund krónur.