Skip to Content

Stuð og stemmning í Vinkvennamóti GKB og GKG

Mánudagur, 3. júní 2019 - 13:07
Veðrið lék við keppendur á frábærum Kiðjabergsvelli.

Vinkvennamót GKB og GKG  fór fram á Kiðjabergsvelli í gær, 2. júní. Mótið var punktakeppni og var ræst út af öllum teigum samtímis. Alls luku 89 konur leik. Völlurinn, veðrið og stemmningin var eins og best er hægt að hugsa sér. 

Efstar í punktakeppninni:
1. sæti: Snjólaug Birgisdóttir, GKG = 43 punktar
2. sæti: Jónína “Ninný” Magnúsdóttir, GKB = 37 punktar
3. sæti: Kristín B. Eyjólfsdóttir, GKB = 36 punktar
3. sæti: Ásgerður Þórey Gísladóttir, GKG = 36 punktar
5. sæti: Kristlaug Sigríður Sveinsdóttir, GKG = 35 punktar


Öll úrslit má sjá á golf.is.