Skip to Content

Regína vann höggleikinn

Miðvikudagur, 25. júlí 2018 - 8:30
Verðlaunahafar.

Opna BIOEFFECT mótið fór fram á Kiðjabergsvelli sl. sunnudag í þokkalegasta veðri. Alls luku 53 konur leik og fengu vinningshafarnir glæsileg verðlaun frá BIOEFFECT.  Leikar fóru þannig:


Regína Sveinsdóttir, GKB, vann höggleikinn á 89 höggum.
Veitt voru verðlaun fyrir 1.-6. sæti í punktakeppninni:
1. Guðný Tómasdóttir, GKB
2. Guðrún Ýr Birgisdóttir, GR
3. Ingunn Steinþórsdóttir, GR
4. Kristín B. Eyjólfsdóttir, GKB
5. Sigrún A. Þorsteinsdóttir, GR
6. Matthildur Helgadóttir, GK

Nándarverðlaun komu í hlut Sigrúnar A. Þorsteinsdótturr, 7. hola og Huldu B. Rósarsdóttir, 16. hola. Guðrún Ýr Birgisdóttir átti
lengsta drive á 4. holu.

Kunnum við BIOEFFECT miklar þakkir fyrir stuðninginn.