Skip to Content

Pilsaþytur í Kiðjabergi

Miðvikudagur, 2. ágúst 2017 - 11:43

Föstudaginn 4. ágúst verður haldið Pilsa ( Texas Scramble ) kvennamót á Kiðjabergsvelli. Þetta verður risa gleðimót þar sem vegleg verðlaun verða veitt fyrir lengsta teighögg á 4. brat, frábær nándarverðlaun á 3. og 7. og mjög flott verðlaun næst holu í öðru höggi á 6. og enn flottari verðlaun fyrir flottasta pilsið.

Ræst  verður út kl. 18:00 af teigum 1-9 og spilaðar 9 holur. Við erum að tala um Gleði mót með stóru G-i þar sem m.a. akandi bar verður á staðnum.

GKB konur endilega bjóðið með ykkur vinkonu í mótið og sköpum skemmtilega stemmningu á Kiðjabergi. Ver í mótið er aðeins kr. 2.000.-

Öll verðlaun og teiggjafir eru í boði BYGG.