Skip to Content

Pálmi Þór í 4. sæti í Abu Dhabi

Fimmtudagur, 21. mars 2019 - 8:55

Pálmi Þór Pálmason, kylfingur úr GKB, hafnaði í 4. sæti í sínum flokki á Heimsleikum fatlaðra, Special Olympics, sem lauk í Abu Dhabi í gær. Hann sýndi miklar framfarir í mótinu og bætti sig verulega á þremur síðustu hringjunum. Pálmi lék hringina fjóra á (90-86-81-87) höggum.

Þrír íslenskir kylfingar tóku þátt í golfkeppni leikanna og stóðu þeir sig allir vel.  Alls tóku 192 þjóðir þátt og fóru um 150 Íslendingar til Abu Dhabi í tengslum við leikana, keppendur og aðstandendur þeirra.

Aðstæður voru krefjandi á golfvellinum þrátt fyrir að hitastigið væri á bilinu 25-27 gráður. Vindur lék stórt hlutverk og sandfok var annað slagið í mestu kviðunum.

Pálmi Þór vann til bronsverðlauna í fyrsta Heimsmótinu og var þá í styrkleikaflokki 3, en var nú færður upp í styrkleikaflokk tvö. 

 

 

 

 

Pálmi Þór á æfingasvæðinu í Abu Dhabi.