Skip to Content

Pálmi Þór á Heimsleikana í annað sinn

Föstudagur, 8. mars 2019 - 15:57

 

Pálmi Þór Pálmason, félagi í GKB, tekur nú þátt í Heimsleikum fatlaðra í golfi, Special Olympic, sem fram fara í Abu Dhabi. Þetta er í annað sinn sem hann er meðal keppenda í mótinu.

Pálmi Þór vann til bronsverðlauna í fyrsta Heimsmótinu og var þá í styrkleikaflokki 3, en hefur nú verið færður upp í styrkleikaflokk 2. Hann hefur æft mjög vel í allan vetur og ætti því að vera vel undir búinn fyrir mótið.

Eins og félagar hans í GKB vita þá hefur hann unnið 1. flokkinn í Meistaramóti GKB undanfarin tvö ár. Þá hlaut hann Háttvísibikar GKB í fyrra, en bikarinn er veittur þeim kylfingi sem sýnir góða framkomu jafnt utan vallar sem innan.

Heimsleikar Special Olympics eru eitt stærsta íþróttamót heims og eru haldnir fjórða hvert ár. Við óskum Pálma velfarnaðar á mótinu í Abu Dhabi, sem hefst í næstu viku.

HÉR er hægt að fylgjast með gangi mála hjá íslensku keppendunum í Abu Dhabi.