Skip to Content

Pálmi hlaut Háttvísibikarinn!

Sunnudagur, 15. júlí 2018 - 18:26
Pálmi Þór hlaut Háttvísibikar GKB 2018.

Pálmi Þór Pálmason fékk Háttvísibikar GKB og var það tilkynnti í lokahófi meistaramóts klúbbsins í gær. Hann fékk bikarinn fyrir góð störf í þágu GKB. Mætir alltaf glaður og kátur á völlinn og smitar gleðina til annarra klúbbfélaga. Hann sigraði í sínum flokki á meistaramótinu og er jafnframt eini ólympíufari klúbbsins til þessa, en hann keppir í flokki fatlaðra. 

Pálmi Þór er vel að þessum heiðri kominn, enda sannur íþróttamaður.