Skip to Content

Opið fyrir félagsmenn um páskana

Þriðjudagur, 16. apríl 2019 - 15:18

Nú er grasið farið að grænka og golfvellirnir allir að koma til. Stjórn GKB hefur ákveðið í samráði við vallarstjóra að Kiðjabergsvöllur verði opinn fyrir félagsmenn um páskahelgina. Opið verður inn á sumarflatir. Vonandi að veðrið verði okkur hliðhollt þannig að hægt verði að sveifla kylfunum á golfvellinum okkar.

Athugið að það er opið eingöngu fyrir félagsmenn GKB.