Skip to Content

Nýr vallarstjóri ráðinn að Kiðjabergi

Föstudagur, 7. desember 2018 - 16:16
Á myndini eru frá vinstri: Gunnar Þorláksson, formaður vallarnefndar, Þórhalli Einarsson, formaður GKB, Alan Sharp nýráðinn vallarstjóri og Birkir Már Birgisson.

Nýr vallarstjóri hefur verið ráðinn í Kiðjabergi. Hann heitir Alan Sharp og er Englendingur. Hann hefur 40 ára reynslu af störfum við golfvelli, þar af 30 ár sem vallarstjóri. Sharp menntað sig sérstaklega í meðferð náttúrulegra efna á golfvöllum. Stjórn GKB bindur miklar vonir við komu hans á Kiðjabergið.

Birkir Már Birgisson, fyrrum vallarstjóri að Kiðjabergi, aðstoðaði stjórn klúbbsins við að komast í samband við Englendinginn og var með í heimsókn hans hingað til lands í nóvember þar sem hann skoðaði aðstæður hjá klúbbnum.