Skip to Content

Nýjar golfreglur kynntar félagsmönnum

Miðvikudagur, 29. maí 2019 - 22:56

Eins og flestum kylfingum ætti að vera ljóst tóku í gildi nýjar golfreglur um síðustu áramót. Boðið verður upp á golfreglunámskeið laugardaginn 1. júní í golfskálanum i Kiðjabergi, þar sem Börkur Arnviðarson ætlar að fara yfir allar helstu breytingarnar.

Námskeiðið hefst klukkan 16:00 og hvetjum við okkar fólk til að mæta. Við reiknum með að þetta vari rúman klukkutíma. Hægt er að kynna sér nýjar reglur á vef golf.is (https://golf.is/category/golfreglur/)