Skip to Content

Konurnar fengu bronsið!

Sunnudagur, 19. ágúst 2018 - 20:50
Þær nældu sér í bronsið.

Kvennasveit GKB í flokki eldri kylfinga hafnaði í 3. sæti í 2. deild í Sveitakeppni GSÍ sem lauk á Akureyri um helgina. Karlasveitin keppti í 2. deild í Borgarnesi og hafnaði í 5. sæti.

Kvennasveitin átti möguleika á að komast í 1. deild, en tapaði fyrir GM í þriggja holu bráðabana. Sveit Golfklúbbs Hamars/Fjallabyggðar varð í efsta sæti og GM í öðru og leika í 1. deild að ári. 

Í kvennasveit GKB voru: Brynhildur Sigursteinsdóttir. Þuríður Ingólfsdóttir, Stella Hafsteinsdóttir, Áslaug Sigurðardóttir, Regína Sveinsdóttir og Unnur Jónsdóttir.

Karlasveitin keppti í 2. deild eldri kylfinga á Hamarsvelli í Borgarnesi og varð að sætta sig við 5. sætið. GA sigraði í 2. deild og GB hafnaði í 2. sæti og flytjast tvö efstu liðin upp i 1. deld að ári. GKB heldur sæti sínu í 2. deild.

Í karlasveitinni voru: Börkur Arnviðarson, Gunnar Guðjónsson, Magnús Þór Haraldsson, Ómar Helgi Björnsson, Snorri Hjaltason, Sæbjörn Guðmundsson, Sæmundur Pálsson, Sævar Pétursson og Ögmundur Máni Ögmundsson.

 
Hér fyrir neðan má sjá mynd af karlasveitinni, en á myndina vantar Gunnar Guðjónsson.