Skip to Content

Hjóna- og parakeppni á laugardaginn

Fimmtudagur, 20. júní 2019 - 21:41
Hjóna- og Parakeppni GKB fer fram á Kiðjabergsvelli laugardaginn 22. júní. Enn eru nokkrir rástímar lausir í þessu vinsæla móti. Spilað er 18 holu Texas Scramble höggleikur með forgjöf. Hámarks forgjöf hjá körlum 24 og 28 hjá konum. Veitt verða verðlaun fyrir 4 efstu sætin. Jónsmessumót er föstudaginn 21. júní, mæting kl. 19:00.
 
Nándarverðaun á öllum par-3 holum. Forgjöf liða reiknast samanlögð vallarforgjöf liðs, deilt með 2,5- þó ekki hærri en forgjöf þess liðsmanns sem hefur lægri vallarforgjöf. Mótsgjald er kr. 11.000 á parið.  Skráning á golf.is
 
Verðlaun:
1, sæti: Gjafabréf frá Húsasmiðjuni   *25.000
2. sæti :Gjafabréf frá Húsasmiðjuni   2*15.000
3. sæti:  Gjafabréf frá Bakarameistaranum  2*11.000
4  sæti: Gjafabréf frá Húsasmiðjuni  2*10.000 
Námdarverðlaun á par-3 holum eru frá Ölgerðinni.
Mótsstjóri Ágúst Friðgeirsson.
 
Jónsmessumót
Hið árlega Jónsmessumót GKB verður föstudaginn 21. júní. Spilað er 4 manna Texas Scramble,  9 holur á velli og 9 holur á pútt flöt. 
Þeir sem ætla að spila saman skrá sig saman í rástíma. Keppendum verður skipt á báða vallarhluta og er sjálfstætt mót á hvorum velli fyrir sig. Verðlaun fyrir 3 efstu sætin á hvorum vallarhelmimg. Námdarverðla á par-3 holum.
 
Mæting í skála kl. 20 og ræst út af öllum teigum kl. 21.
 
Mótsgjald kr 2.000 á mann, skráning á golf.is.