Skip to Content

Gunnar með tvenn nándarverðlaun!

Sunnudagur, 26. maí 2019 - 11:21
Gunnar Þorláksson (t.v.) er hér ásamt Kristni Kristinssyni, heiðursfélaga og fyrrum formanni GKB.
Fyrsta opna mót sumarsins, Grand Open, fór fram í blíðskaparveðri á Kiðjabergsvelli í gær.  Arilíus Smári Hauksson og Sigurður Óli Guðnason léku best allra liða, komu inn á 58 höggum nettó. Arnar Pétursson og Edward Alexander Eiríksson komu næstir, tveimur höggum á eftir.  
 
100 keppendur tóku þátt, eða 50 lið. Nándarverðlaun voru á öllum fjórum par-3 holum vallarins og nældi Gunnar Þorláksson sér í helming þeirra. 
 
Gjafabréf frá Húsasmiðjunni voru í verðlaun fyrir þrjú efstu sætin. Efsta liðið fékk 2 x 25 þúsund kr. í verðlaun, annað sætið gaf 2 x 15.000 og 3. sætið 2 x 10.000 kr. Nándarverðlaun voru öll frá Ölgerðinni.
 
Völlurinn er í frábæru standi og ljóst að Alan vallarstjóri og félagar hafa sett mark sitt á umhirðu vallarins. 
 
Nándarverðlaun:
3. braut: Jóhanna María 1,34 m
7. braut: Gunnar Þorláksson 3,69 m
12. braut: Björg Jónsdóttir 3,03 m
16. braut: Gunnar Þorláksson 2,08 m
 
Heildarúrslit mótsins má sjá hér fyrir neðan: