Skip to Content

Golfmót Tengis 21. júní

Föstudagur, 24. maí 2019 - 7:51
Völlurinn er kominn í frábært stand og hefur sjaldan verið betri á þessum árstíma.

Golfmót Tengis fer fram á Kiðjabergsvelli föstudaginn 21. júní. Mótið er ætlað viðskipavinum Tengis og fer skráning fram á heimasíðu fyrirtækisins. Boðið verður upp á rútuferð frá Tengi og eins til baka eftir mót frá Kiðjabergi. Ræst verður út af öllum teigum kl. 13:00.

Boðið verður upp á súpu fyrir mót og eftir mót verður kvöldverður í boði Tengis. Verðlaun verða veitt fyrir fimm efstu sætin í punktakeppni og eins 38. sætið. Nándarverðlaun á öllum par-3 brautum vallarins. Lengsta upphafshögg á11. braut hjá körlum og 4. braut hjá konum. Eins verða veitt verðlaun fyrir besta skor karla og kvenna í höggleik. Þá verða fimm aukavinningar dregnir úr skorkortum.

Skráning fer fram á www.tengi.is/golf eða hjá sölumönnum lagnadeildar í síma 617-1723 (Andri) eða 617-1712 (Magnús).