Skip to Content

GKG fagnaði Íslandsmeistaratitli á Kiðjabergsvelli

Sunnudagur, 13. ágúst 2017 - 18:46
Sigurlið GKG í sveitakeppni GSÍ.

Íslandsmót golfklúbba í 1. deild karla fór fram í blíðskaparveðri á Kiðjabergsvelli um helgina. GKG sigraði eftir að hafa lagt GR að velli í úrslitaleik, 3:2. Þetta var í fimmta sinn sem GKG fagnar þessum titli en í fyrsta sinn síðan 2012. GM hafnaði í þriðja sæti eftir að hafa unnið GK, 4:1.

Það var vitað fyrirfram að okkar lið, GKB, ætti við ramman reip að draga í þessari keppni og varð að lokum að bíta í það súra epli að falla í 2. deild ásamt sameiginlegu liði Golfklúbbs Fjallabyggðar og Dalvíkur.

Lokastaðan:

 

Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir sem Börkur Arnviðarson tók í mótslok.