Skip to Content

Fyrsta mót sumarsins 25. maí

Föstudagur, 24. maí 2019 - 8:36
Starfsmenn hafa verið iðnir við að koma vellinum í sitt besta form.
Fyrsta mót sumarsins, Grand Open, fer fram á Kiðjabergsvelli á morgun, laugardaginn 25. maí. Mótið hefur ávallt verið vinsælt og eru um 100 þátttakendur skráðir til leiks. Spilað er Texas scramble og er hámarks leikforgjöf karla 24 og kvenna 28. Völlurinn er í góðu standi og hefur sjaldan eða aldrei komið svona vel undan vetri. 
 
Verðlaun fyrir 3 efstu sætin:
 
1. Gjafabréf frá Húsasmiðjunni
 
2. Gjafabréf frá Húsasmiðjunni
 
3. Gjafabréf frá Húsasmiðjunni
 
Nándarverðlaun á öllum par-3 holum frá Ölgerðinni.
 
Forgjöf liða reiknast sem samanlögð vallarforgjöf liðs, deilt í með 2,5 - þó ekki hærri en forgjög þess liðsmanns sem hefur lægri vallarforgjöf.
 
Mótsstjóri er Ágúst Friðgeirsson.
 
Þessar myndir hér fyrir neðan voru teknar á Kiðjabergsvelli í vikunni.