Skip to Content

Bilun í vélum bitnaði á umhirðu vallarins

Sunnudagur, 16. júní 2019 - 14:52

Vallarstjóri og stjórn Golfklúbbs Kiðjabergs vilja koma því á framfæri að bilun í tveimur vélum gerðu það að verkum að völlurinn var ekki í eins góðu ástandi og hann átti að vera í gær, sunnudag, og á laugardag. Beðist er velvirðingar á þessu.

"Okkur þykir mjög leitt að völlurinn hafi ekki verið í sínu besta standi um helgina. Ástæðan er sú að það biluðu hjá okkur tvær vélar sem ollu okkur vandræðum í umhirðu vallarins. Við höfum nú komist fyrir þessar bilanir og allt verður í topp standi í framhaldinu," segir í tilkynningu frá stjórn Golfklúbbs Kiðjabergs.