Skip to Content

Bændaglíma og lokahóf

Föstudagur, 8. september 2017 - 15:33

Bændaglíman og lokahófið verða á Kiðjabergsvelli laugardaginn 16. september. Keppendum verður skipt í tvö lið, A og B. Spilað verður Texas Scramble holukeppni þar sem tveir úr hvoru liði eigast við í hverju holli, hver unnin hola telur fyrir liðið. Hægt er að skrá sig á golf.is eða mæta í Golfskálann kl.10:00, þar sem raðað verður í ráshópa, ræst verður út á mörgum teigum kl. 11:30

Nándarverðlaun á par 3 holum og dregið úr skorkortum. Mótsgjald er kr. 3.000 á mann. Verðlaunaafhending fer fram um kvöldið á veglegri lokahátíð sem hefst kl 19:00.

LOKAHÓF
Kaffi Kið býður upp á veglega veislu, lambalæri og nautalund, bakaða kartöflu, villisveppasósu og/eða bernaise. Síðan k
affi og desert  á eftir. Verð kr. 5.000  á mann. Maggi Kjartans mætir og heldur uppi fjöri fram eftir nóttu.
Mikilvægt er að panta borð fyrir miðvikudaginn 13. september. Annað hvort í golfskálanum eða á rakelmatt@gmail.com eða í síma 699-4969