Skip to Content

8,5 milljóna kr. hagnaður hjá GKB

Miðvikudagur, 12. desember 2018 - 20:36
Hér má sjá nýkjörna stjórn GKB 2019.
Golfklúbburinn Kiðjaberg var rekinn með rúmlega 8,5 milljóna króna hagnaði á síðasta starfsári, að því er fram kom á aðalfundi GKB um síðustu helgi. Þetta er annað árið í röð sem hagnaður er af rekstri klúbbsins. Þórhalli Einarsson var endurkjörinn sem formaður og aðrir stjórnarmenn voru allir endurkjörnir. Þá voru félagsgjöld ákveðin fyrir næsta starfsár.
 
Aðalfundur Golfklúbbs Kiðjabergs 2018
Haldinn í golfskálanum i Kiðjaberg 8.desember 2018.
 
Fundur settur kl 13:00
1. Þórhalli Einarsson formaður setti fundin og gerði tillögu um Hjörleif Kvaran sem fundarstjóra og Magnús Haraldsson sem fundarritara. Tillagan var samþykt. Hjörleifur fór yfir lögmæti fundarins. Sagði hann fundin löglegan þar sem rétt hefði verið til hans boðað.
 
2. Magnús Haraldsson las fundargerð síðasta aðalfundar. Fundargeðin var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða
 
3. Þórhalli flutti skýrslu stjórnar fyrir starfsárið 2108.
 
4. Brynhildur Sigursteinsdóttir gjaldkeri lagði fram endurskoðaða reikninga klúbbsins.Fram kom að klúbburinn var rekinn með með 8.536.112 kr hagnaði í stað 6.948.439 kr hagnaði árið á undan.
 
5. Fundarstjóri gaf orðið laust um skýrsku stjórnar og reikninga félagsins. Engar spurningar komu fram,en fundarmenn stóðu upp og óskuðu formanni og stjórn til hamingju með árangurinn.Reikningar klúbbsins og skýrsla stjórnar voru því næst borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
 
6. Lögð var fram tillaga stjórnar um félagsgjöld fyrir starfsárið 2019. Hjónagjald verði kr 154.000 fjölslyldugjald verði kr 158.000. einstaklingsgjald verði kr 85.000. Gjald fyrir hjón 70.ára og eldri verði kr 136.000. Gjald fyrir hjón þar sem annar aðilinn er 70 ára og eldri verði kr 144.000. Gjald fyrir einstaklyng 70 ára og eldri kr 70.000. Gjald fyrir 25 ára og yngri verði kr 27.000 og einsaklingar í lánshæfu námi greiði kr 43.000. Golfbílagjald verði 20.000. Fjaraðild án spilaréttar einn hringur þó innifalinn 30.000 kr. Félagsmenn greiði kr. 7.500 sem inneign í veitingasölu. Tillagan um gjaldaskrána var samþykkt samhljóða.
 
7. Þegar kom að stjórnarkjöri upplýsti Þórhalli Einarsson formaður að hann gæfi kost á sér áfram, og var því fagnað með lófataki. Tveir stjórnarmenn sem átti að kjósa um til tveggja ára gáfu kost á sér áfram en þeir eru Gunnar Þorláksson og Brynhildur Sigursteinsdóttir. Var því einnig fagnað með lófataki. Kjósa átti varamann til tveggja ára og gaf Ágúst Friðgeirsson kost á sér áfram sem var fagnað með lófataki. Kostnir voru tveir skoðunarmenn reikninga, þau Jenetta Bárðardóttir og
Gunnar Dagbjartsson.
 
8. Guðrún Ragnars flutti skýrslu um störf kvennanefndar.Breyting verður á kvennanefnd þar sem Guðrún Ragnars gaf ekki kost á sér en í hennar stað kemur Sigrún Ragnarsdóttir. Aðrar gáfu áfram kost á sér en þær eru Guðrún Eyjólfsdóttir, Sigurlaug Guðmundsdóttir og Stella Hafsteinsdóttir. Hittingur var flest föstudagskvöld kl 18:00 og spilaðar 9 holur og mæting var góð þrátt fyrir rysjótt veður eða 1-4 holl. Stofnaður var facebook hópur kvenna og eru um 90 konur í honum. Haldin voru fjögur kvennamót. 2. júní sjómannadaginn var haldið mót þar sem GKG konum var boðið að koma á Kiðkaberg. 17.júní var haldið golfmót GKB/GÖS og 21. júlÍ var haldið golfmót líftækni fyrirtækisins Bioeffect, í stað golfmóts Hansínu sem hefur verið árlegur viðburður.  3. ágúst var golfmótið Pilsaþytur. Og að venju að miklu örlæti styrkti Bygg það mót og var þeim þakkað fyrir.
 
9. Önnur mál : Fundarmenn stóðu upp og þökkuðu Þórhalla með lófataki fyrir vel unnin störf í þágu klúbbsins. Þórhalli þakkaði traustið sem honum er sýnt og talaði um að það væri einnig mörgum velunnurum klúbbsins að þakka, en það væru nokkrir sem sérstakar þakkir ættu skilið. Eins og Magnús Jaroslav Magnússon, Gunnar Þorláksson og Pálmi Theadórsson. Þórhalli formaður fór yfir það sem framundan væri hjá klúbbnum og lét fundarmenn vita af því að fyrirhuguð tækjakaup kostuðu um það bil 8,8 miljónir.
 
Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir frá aðalfundinum.