Skip to Content

Gkb

 • Sunnudagur, 16. júní 2019 - 14:52
  Bilun í vélum bitnaði á umhirðu vallarins

  Vallarstjóri og stjórn Golfklúbbs Kiðjabergs vilja koma því á framfæri að bilun í tveimur vélum gerðu það að verkum að völlurinn var ekki í eins góðu ástandi og hann átti að vera í gær, sunnudag, og á laugardag. Beðist er velvirðingar á þessu.

 • Þriðjudagur, 16. apríl 2019 - 15:18
  Opið fyrir félagsmenn um páskana

  Nú er grasið farið að grænka og golfvellirnir allir að koma til. Stjórn GKB hefur ákveðið í samráði við vallarstjóra að Kiðjabergsvöllur verði opinn fyrir félagsmenn um páskahelgina. Opið verður inn á sumarflatir. Vonandi að veðrið verði okkur hliðhollt þannig að hægt verði að sveifla kylfunum á golfvellinum okkar yfir páskana.

 • Fimmtudagur, 21. mars 2019 - 8:55
  Pálmi Þór í 4. sæti í Abu Dhabi

  Pálmi Þór Pálmason, kylfingur úr GKB, hafnaði í 4. sæti í sínum flokki á Heimsleikum fatlaðra, Special Olympics, sem lauk í Abu Dhabi í gær. Hann sýndi miklar framfarir í mótinu og bætti sig verulega á þremur síðustu hringjunum.

 • Föstudagur, 8. mars 2019 - 15:57
  Pálmi Þór á Heimsleikana í annað sinn

  Pálmi Þór Pálmason, félagi í GKB, tekur nú þátt í Heimsleikum fatlaðra í golfi, Special Olympic, sem fram fara í Abu Dhabi. Þetta er í annað sinn sem hann er meðal keppenda í mótinu.

 • Laugardagur, 2. mars 2019 - 14:38
  Mótaskráin 2019

  Mótaskrá GKB fyrir sumarið 2019 hefur verið ákveðin. Alls verða 12 mót á dagskrá og er fyrsta mót sumarsins Grand Open, sem fram fer 25. maí. Meistaramót klúbbsins verður á svipuðum tíma og í fyrra, 10. til 14. júlí.

 • Miðvikudagur, 12. desember 2018 - 20:36
  8,5 milljóna kr. hagnaður hjá GKB

  Golfklúbburinn Kiðjaberg var rekinn með rúmlega 8,5 milljóna króna hagnaði á síðasta starfsári, að því er fram kom á aðalfundi GKB um síðustu helgi. Þetta er annað árið í röð sem hagnaður er af rekstri klúbbsins. Þórhalli Einarsson var endurkjörinn sem formaður og aðrir stjórnarmenn voru allir endurkjörnir. Þá voru félagsgjöld ákveðin fyrir næsta starfsár.

 • Föstudagur, 7. desember 2018 - 16:16
  Nýr vallarstjóri ráðinn að Kiðjabergi

  Nýr vallarstjóri hefur verið ráðinn í Kiðjabergi. Hann heitir Alan Sharp og er Englendingur. Hann hefur 40 ára reynslu af störfum við golfvelli, þar af 30 ár sem vallarstjóri. Sharp menntað sig sérstaklega í meðferð náttúrulegra efna á golfvöllum

 • Mánudagur, 5. nóvember 2018 - 15:38
  Aðalfundur GKB 8. desember

  Aðalfundur Golfklúbbs Kiðjabergs verður haldinn í Golfskálanum Kiðjabergi 8. desember kl. 13.00. Stjórn GKB þakkar félagsmönnum gott samstarf á árinu og hvetur félagsmenn til að mæta á aðalfundinn. Rakel á Kaffi-Kið verður með hið margrómaða jólahlaðborð um kvöldið og hefst það kl. 19.00. 

 • Sunnudagur, 19. ágúst 2018 - 20:50
  Konurnar fengu bronsið!

  Kvennasveit GKB í flokki eldri kylfinga hafnaði í 3. sæti í 2. deild í Sveitakeppni GSÍ sem lauk á Akureyri um helgina. Karlasveitin keppti í 2. deild í Borgarnesi og hafnaði í 5. sæti.