Skip to Content

Gkb

 • Miðvikudagur, 12. desember 2018 - 20:36
  8,5 milljóna kr. hagnaður hjá GKB

  Golfklúbburinn Kiðjaberg var rekinn með rúmlega 8,5 milljóna króna hagnaði á síðasta starfsári, að því er fram kom á aðalfundi GKB um síðustu helgi. Þetta er annað árið í röð sem hagnaður er af rekstri klúbbsins. Þórhalli Einarsson var endurkjörinn sem formaður og aðrir stjórnarmenn voru allir endurkjörnir. Þá voru félagsgjöld ákveðin fyrir næsta starfsár.

 • Sunnudagur, 15. júlí 2018 - 11:59
  Haraldur og Margrét klúbbmeistarar GKB

  Haraldur Þórðarson og Margrét Geirsdóttir urðu klúbbmeistarar GKB 2018, en meistaramóti klúbbsins lauk í gær, laugardaginn 14. júlí. Haraldur vann í karlaflokki eftir jafna og spennani keppni við Rúnar Óla Einarsson, sem sigraði í fyrra. Margrét hafði hins vegar nokkra yfirburði í kvennaflokki og vann með 13 högga mun. Pálmi Þór Pálmason sigraði forgjafarflokki 7,6 - 14,4 og Magnús Haukur Jensson í flokki 14,5 - 18,1. 

 • Mánudagur, 2. júlí 2018 - 22:05
  Hefur þú áhuga á að vera með í sveitakeppni GSÍ?

  Eins og undanfarin ár þá mun GKB taka þátt í Sveitakeppni GSÍ, 50 ára og eldri, 2. deild.  Keppnin í ár fer fram í Borgarnesi 17.  til 19. ágúst. Við þurfum að stilla upp 9 manna liði og er spilaður einn fjórmenningur og fjórir tvímenningar (holukeppni) í hverri umferð, 5 umferðir í allt.

 • Mánudagur, 18. júní 2018 - 23:46
  GKB-konur höfðu vinninginn gegn GÖ

  Bikarkeppni kvenna hjá GKB og GÖ fór fram á Kiðjabergsvelli sunnudaginn 17. júní. Svo fór að lið GKB hafði betur, vann með 140 punktum gegn 100. GKB-konur röðuðu sér í þrjú efstu sætin í punktakeppninni. Áslaug Sigurðardóttir var efst með 39 punkta.

 • Miðvikudagur, 13. júní 2018 - 13:23
  Bikarmót GKB og GÖ fer fram 17. júní

  Sunnudaginn 17. júní, þjóðhátíðardaginn, fer bikarmót GKB og GÖ kvenna fram á Kiðjabergsvelli. Mótið er punktamót og verða veitt verðlaun fyrir 1. 2. og 3. sæti
  og fyrir besta skor. Nándarverðlaun verða á öllum par 3 holum.

 • Föstudagur, 8. júní 2018 - 21:14
  Stóra Texas mótinu aflýst

  Stóra Texas scramble mótið, sem fram átti að fara á Kiðjabergsvelli laugardaginn 9. júní, hefur verið frestað vegna veðurs og dræmrar þátttöku. Næsta mót á vellinum verður hið árlega Jónsmessumót 22. júní.  

 • Föstudagur, 8. júní 2018 - 12:26
  Páll fór holu í höggi

  Það er alltaf gaman þegar kylfingar ná draumahögginu, en það gerði Páll Kr. Pálsson á Kiðjabergsvelli á dögunum. Hann gerði sér lítið fyrir síðasta dag maí mánaðar og sló beint í holu af teig á 16. braut, sem er um 120 metra löng.  Við óskum Páli innilega til hamingju með draumahöggið.

 • Fimmtudagur, 7. júní 2018 - 23:30
  Stóra Texas Scramble mótið á laugardaginn

  Stóra Texas scramble mótið fer fram á Kiðjabergsvelli á laugardaginn. Búið er að opna fyrir skráningu inn á golf.is. Tveir kylfingar leika saman í liði og er hámarksforgjöf karla 24 og 28 hjá konum. Vegleg verðlaun eru í boði. Helstu styrktaraðilar mótsins eru: Húsasmiðjan, Bakarameistarinn og Ölgerðin. 

 • Sunnudagur, 3. júní 2018 - 18:16
  Hjónin á horninu efst í fyrsta mótinu

  Fyrsta golfmót sumarsins á Kiðjabergsvelli fór fram á laugardaginndag þegar keppt var í Grand Open, sem er með texas scramble fyrirkomulagi. 74 keppendur mættu til leiks og fengu gott veður. Sigurvegarar voru Hjónin á horninu, Mjöll Björgvinsdóttir og Ólafur Stefánsson en þau léku á 58 höggum nettó.