Skip to Content

Snorri sló draumahögg allra kylfinga!

Laugardagur, 15. júlí 2017 - 15:31
Snorri við 14. holuna á Hamarsvelli.

Félagi okkar í Golfklúbbi Kiðjabergs, Snorri Hjaltason, fór holu í höggi á 14. braut á Hamarsvelli í Borgarnesi í síðustu viku, en þá var hann að keppa í meistaramóti GB. Snorri var að sjálfsögðu einnig með í meistaramóti GKB nú um helgina. Við óskum honum til hamingju með draumahögg allra kylfinga.