Skip to Content

Rúmlega 60 konur í gullmóti Hansínu Jens

Sunnudagur, 23. júlí 2017 - 22:52
Efstu konur í punktakeppninni.

Laugardaginn 22. júlí fór Gullmót Hansínu Jens fram á Kiðjabergsvelli. Ríflega 60 konur tóku þátt í þessu glæsilega og skemmtilega móti og létu hvassviðrið ekki hafa of mikil áhrif á sig. Veitt voru verðlaun fyrir besta skor án forgjafar og fyrir fimm efstu sætin í punktakeppninni. Verðlaunagripirnir voru módelskartgripir úr smiðju listakonunnar Hansínu Jens.

Höggleikinn vann GKB konan, Þuríður Ingólfsdóttir, á 88 höggum (og 38 punktum).

Í punktakepnninni voru úrslit eftirfarandi:

  1. Ragnheiður Ragnarsdóttir, GO, 35 punktar
  2. Ingveldur Bragadóttir, GM, 34 punktar
  3. Guðrún Símonardóttir, GM, 33 punktar
  4. Helga Sveinsdóttir, GS, 33 punktar
  5. Dagný Erla Gunnarsdóttir, GR, 32 punkta

 

Þessar stóðu sig best í höggleiknum.