Skip to Content

Meistaramót GKB á næsta leiti

Fimmtudagur, 6. júlí 2017 - 12:34

Nú er meistaramótsvika framundan hjá okkur í GKB. Boðið verður upp á tvö mót; annars vegar fjögurra daga mót sem hefst 12. júlí og hins vegar tveggja daga mót sem hefst 14. júlí. Skráning er hafin á golf.is. Veglegt lokahóf verður síðan í golfskálanum hjá Rakel á laugardagskvöldinu.

Spilaður verður 72 holu höggleikur án forgjafar hjá körlum og með forgjöf upp að 18,1 og konum upp að 21,4. Punktakeppni með forgjöf hjá körlum með18,2 og hærra, og konum með 20,5 og hærra í forgjöf. Unglingar, öldungar og opinn flokkur spila 36 holu punktakeppni á föstudag og laugardag. 

Mótsstjórn mun raða niður á miðvikudag eftir að skráningu líkur, rástímar verða á golf .is

Veitt verða verðlaun í öllum flokkum fyrir 3 efstu sætin, nándarverðlaun veitt á par-3 holum tvo síðustu keppnisdagana.

Mótsgjöld
Karlar = 7,6-14.4 : 8.000 kr 
Karlar = 18,2-36 : 8.000 kr 
Karlar = 14.5-18,1 : 8.000 kr 
Konur = 20.5 - 36 : 8.000 kr 
Karlar = 0-7.5 : 8.000 kr 
Konur = 0-20,4 : 8.000 kr

Dómari: Börkur Arnviðarson.

Ekki er hægt að greiða með Visa eða Mastercard við skráningu á netinu.